Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fös 03. júlí 2020 10:50
Elvar Geir Magnússon
Bjössi Hreiðars: Hefði verið glapræði að fá ekki inn menn
Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur.
Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mackenzie Heaney.
Mackenzie Heaney.
Mynd: Grindavík
„Við höfum verið mjög fáir á æfingum og töldum það vera glapræði að gera ekki eittthvað. Við fengum tvo unga og ferska menn sem passa í það sem við erum að gera hérna," segir Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur.

Meiðsli hafa herjað á leikmannahóp Grindavíkur og félagið fékk tvo til sín á gluggadeginum í vikunni. Annar þeirra er Englendingurinn Mackenzie Heaney.

„Þetta er 21 árs strákur sem er sókndjarfur miðjumaður, hann getur spilað úti á köntum og inni á miðju. Hann er með öflugan vinstri fót og er bara mjög ljúfur drengur. Við þurftum einn svona inn í hópinn."

Þá kom Stefán Ingi Sigurðarson, nítján ára sóknarmaður Breiðabliks, á lánssamningi. Stefán er hávaxinn leikmaður sem skoraði í bikarsigri Blika á Keflavík nýlega.

„Hann hefur verið að æfa við frábærar aðstæður með einu besta liði landsins. Við erum að fá þessa stráka þar sem hópurinn okkar hefur þynnst allverulega undanfarnar vikur," segir Sigurbjörn.

Hann ræddi við samfélagsmiðla Grindavíkur og sagði frá því að upphaflega hefði ekki verið áætlað að bæta við hópinn.

„Við ætluðum að herja á þann mannskap sem fyrir var og vorum ánægðir með hann. Þá lendum við í því að sóknarlínan laskast verulega. Áður en glugginn lokaði þá töldum við að það væri glapræði að fara áfram inn í þetta þétta prógramm með 1-2 sóknarmenn til staðar."

Alexander Veigar Þórarinsson hefur ekkert spilað með Grindavík vegna meiðsla og Guðmundur Magnússon tognaði í síðasta leik. Sigurður Bjartur Hallsson meiddist einnig í leiknum og fleiri hafa verið að glíma við meiðsli.

Grindavík stefnir á að komast upp í Pepsi Max-deildina en liðið er með þrjú stig eftir tvær umferðir í Lengjudeildinni. Á morgun leikur liðið gegn Vestra á útivelli.

Hér að neðan má sjá viðtalið við Bjössa en þar ræðir hann meðal annars um breytingar á leikstíl Grindavíkur og fleira.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner