Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 03. júlí 2020 17:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
United sagt hafa náð samkomulagi við Sancho
Mynd: Getty Images
Manchester United er sagt vera búið að ná samkomulagi við Jadon Sancho þegar kemur að leikmannasamning við Rauðu djöflana.

Sancho er tvítugur leikmaður Borussia Dortmund og hefur Manchester United gífurlega mikinn áhuga á að fá vængmanninn í sínar raðir. Dortmund er sagt vilja fá yfir 100 milljónir punda en United er ekki tilbúið að greiða slíka upphæð.

Duncan Castles hjá Times greinir frá því í hlaðvarpsþættinum Transfer Podcast að United sé búið að ná samningum við Sancho um kaup og kjör.

Samkvæmt Castles er samningurinn til fimm ára og mun Sancho fá fyrst um sinn 140 þúsund pund í vikulaun sem hækkar upp í 200 þúsund pund þegar líður á hann.

Jesse Lingard, leikmaður Manchester United, er sagður vera lykill í viðræðunum sem og Marcus Rashford. Þeir séu góðir vinir Sancho og séu að reyna sannfæra hann um að koma aftur til Mancheser en Sancho yfirgaf Manchester City þegar hann gekk í raðir Dortmund.
Athugasemdir
banner
banner
banner