Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 03. júlí 2022 21:30
Brynjar Ingi Erluson
Leeds að fá Camara frá Salzburg
Mohamed Camara er á leið til Leeds
Mohamed Camara er á leið til Leeds
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Leeds United er að ganga frá kaupum á Mohamed Camara frá RB Salzburg í Austurríki en þetta kemur fram í austurríska blaðinu Kronen Zeitung.

Camara er 22 ára gamall miðjumaður sem kemur frá Malí. Hann lék 36 leiki, gerði eitt mark og lagði upp fimm á síðustu leiktíð, er liðið varð austurrískur meistari.

Leeds hefur fylgst með Camara í einhvern tíma en félagið hefur verið í viðræðum við Salzburg síðustu vikur.

Umboðsmaður leikmannsins staðfesti þá áhuga Leeds en Kronen Zeitung segir nú að félögin hafi náð samkomulagi um kaupverð.

Leeds greiðir 30 milljónir punda fyrir leikmanninn sem mun halda til Englands á næstu dögum.

Camara, sem getur spilað á miðri miðju eða sem djúpur miðjumaður, á 15 landsleiki fyrir Malí og gert þrjú mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner