Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 03. júlí 2022 16:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rúnar Alex um HM: Þetta var eins og ég væri í Harry Potter mynd
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Alex Rúnarsson átti mjög skemmtilegt spjall við þá félaga í hlaðvarpsþættinum Chess After Dark á dögunum en hann ræddi meðal annars upplifunina að taka þátt í ævintýrinu með landsliðinu á HM í Rússlandi árið 2018.


„HM 2018 var sturlað, ég mun aldrei gleyma því. Þegar við vorum í rútunni að keyra inná leikvanginn fyrir leikinn á móti Argentínu leið mér eins og ég væri í Harry Potter mynd að fara keppa í quidditch, mér fannst þetta vera svo óraunverulegt að vera á HM fyrir Íslands hönd," sagði Rúnar.

„Ég var með kaldan svita af stressi, þetta var svo stórt. Svo byrjar maður að hita upp þá er þetta bara fótbolti, sama og við vorum að gera á gervigrasinu í KR fyrir 10 árum."

Hannes Þór Halldórsson var með fast sæti í byrjunarliðinu í landsliðinu á þessum tíma svo Rúnar fékk ekki tækifæri á að spreyta sig á mótinu.

„Hannes spilaði síðasta leikinn meiddur, það hefði verið ógeðslega gaman að vera með leik á HM á ferilskránni. Þjálfararnir mátu það þannig að ég væri ekki tilbúinn í þetta eða Hannes of mikilvægur hluti af liðinu, það er eins og það er," sagði Rúnar.

Þáttinn má sjá og heyra í fullri lengd hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner