Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 03. ágúst 2021 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lið 12. umferðar: Fædd 2004 og valin í þriðja sinn
Þóra Björg (f. 2004)
Þóra Björg (f. 2004)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mist Edvardsdóttir
Mist Edvardsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingibjörg Lúcía
Ingibjörg Lúcía
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
12. umferðin í Pepsi Max-deild kvenna fór fram í síðustu viku. Lið umferðarinnar, að mati Fótbolta.net, má sjá hér að neðan.

Þróttur vann 3-0 heimasigur gegn Keflavík. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir skoraði frábært mark og lagði upp annað mark Þróttar. Dani Rhodes lagði upp fyrsta markið og var óheppin að skora ekki í leiknum.

Stjarnan vann 2-1 sigur á Selfossi á heimavelli. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir var best á vellinum, skoraði bæði mörk Stjörnunnar í endurkomusigri. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir heillaði á miðjunni og átti stoðsendingu í seinna marki Úlfu.



ÍBV vann 2-1 sigur gegn Tindastóli á Hásteinsvelli. Þóra Björg Stefánsdóttir átti virkilega góðan leik og skoraði fyrra mark liðsins. Amber Kristin Michel átti góðan leik í marki gestanna, hún hefur verið virkilega góð í sumar.

Þór/KA kom til baka á heimavelli og gerði jafntefli við ríkjandi meistara Breiðabliks. Colleen Kennedy átti góðan leik og skoraði fyrra mark Þór/KA. Arna Sif Ásgrímsdóttir skoraði jöfnunarmarkið undir lok leiks og tryggði heimakonum stig.

Valur vann 1-5 endurkomusigur gegn Fylki í Árbænum. Mist Edvarsdóttir og Dóra María Lárusdóttir áttu báðar virkilega góðan leik. Mist skoraði í tvígang eftir hornspyrnur frá Dóru Maríu.

Fyrri lið umferðarinnar:
1. umferð
2. umferð
3. umferð
4. umferð
5. umferð
6. umferð
7. umferð
8. umferð
9. umferð
10. umferð
11. umferð
Athugasemdir
banner