Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 03. ágúst 2021 19:17
Brynjar Ingi Erluson
Xhaka að gera nýjan þriggja ára samning við Arsenal
Granit Xhaka mun skrifa undir nýjan samning
Granit Xhaka mun skrifa undir nýjan samning
Mynd: Getty Images
Svissneski landsliðsmaðurinn Granit Xhaka mun skrifa undir þriggja ára samning við Arsenal á næstu dögum. Athletic, einn áreiðanlegasti miðill Englands, segir frá þessu.

Þessi 28 ára gamli miðjumaður hefur verið á mála hjá Arsenal frá 2016 en hann kom frá þýska liðinu Borussia Monchengladbach.

Hann hefur gengið í gegnum skin og skúrir hjá Arsenal á tíma sínum þar. Xhaka var gerður að fyrirliða fyrir tæpum tveimur árum síðan en mánuði síðar var fyrirliðabandið tekið af honum eftir að hann lenti í orðaskaki við stuðningsmenn í leik gegn Crystal Palace.

Xhaka hefur tekist að vaxa sem leikmaður og var meðal annars einn besti leikmaður Sviss á EM í sumar þar sem liðið fór í 8-liða úrslit.

Hann var talinn á leið til Roma á Ítalíu og var það nánast frágengið áðru en Arsenal sannfærði hann um að vera áfram. Xhaka mun gera nýjan þriggja ára samning við félagið og samkvæmt Athletic verður samkomulagið tilkynnt á næstu dögum.
Athugasemdir
banner
banner
banner