Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 03. ágúst 2022 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Rodrygo: Modric er mér eins og faðir
Rodrygo
Rodrygo
Mynd: EPA
Rodrygo, leikmaður Real Madrid á Spáni, segir að Luka Modric sé honum eins og faðir.

Brasilíumaðurinn var maðurinn á bakvið endurkomu Madrídinga í undanúrslitum Meistaradeildarinnar gegn Manchester City er hann skoraði tvö mörk undir lokin í seinni leiknum og kom liðinu í framlengingu.

Real Madrid vann síðan Meistaradeildina (Evrópukeppni meistaraliða) í 14. sinn í sögu félagsins, en ekkert félag hefur unnið keppnina jafnoft og Madrídarfélagið.

Luka Modric, sem hefur unnið keppnina fimm sinnum með Barcelona, hefur hjálpað Rodrygo mikið og miðlað reynslu sinni og kann sá brasilíski að meta það.

„Hann hjálpar mér mikið. Þegar hann er á vellinum þá er miklu auðveldara að spila, því gæðin eru svo mikil. Hann er mér eins og faðir," sagði Rodrygo við heimasíðu félagsins.
Athugasemdir
banner
banner