Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   fim 03. ágúst 2023 02:16
Arnar Laufdal Arnarsson
Höskuldur: Við stöndum ekki fyrir það og viljum ekki standa fyrir það
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, sagði í viðtali við Fótbolta.net að liðið hafi verið barnalegt á kafla í fyrri hálfleiknum, en var einnig ánægður með hvernig það þorði að stíga á dönsku meistarana í 6-3 tapinu á Parken í kvöld.

Lestu um leikinn: FCK 6 -  3 Breiðablik

Blikar tóku forystuna snemma leiks en svo fór allt úr skorðum eftir að Diogo Goncalves jafnaði metin úr aukaspyrnu.

„Mér finnst við, eftir að við fáum þetta aukaspyrnumark á okkur, þá hefðum við þurft að róa okkur aðeins. Það er eins og við ætluðum strax að fara sækja forystuna, flýta okkur og fara í óþarfa áhættur í spili. Smá barnalegir bara og þá fáum 2-1 í okkur og þá versnar þetta enn meira sem ég var að tala um. Þeir munu alltaf fá móment á Parken og bara halda kúlinu við það. Það fór aðeins of mikið um okkur eftir að hafa komið okkur í forystu sem við vorum búnir að láta okkur dreyma um og í raun planið að koma hingað og sjokkera og þagga niður í aðdáendunum, en eftirá hefði 1-1 í hálfleik verið flott og statement að vera búnir að skora,“ sagði Höskuldur við Fótbolta.net.

Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, hefur oft talað um það að falla á sitt eigið sverð. Blikar þorðu í kvöld og spiluðu sinn leik en það kostaði oft á köflum.

„Já og nei. Að falla á sitt eigið sverð er að við erum enn að vinna boltann í hápressu eða í re-pressu á 87. mínútu, Mörkin sem við fáum á okkur eru ekki að koma út af því að við erum eins og svissneskur ostur, gataður og spilað í gegnum okkur. Við erum að þvinga honum á röngu mómenti og flýta okkur of mikið og það er eitthvað sem við viljum ekki standa fyrir. Við viljum hafa stjórn og við þurfum að vera betri í því og velja betur þegar við ætlum að þræða línur, taka áhættur og drepa móment hjá andstæðingum þegar þeir skora. Að falla á eigið sverð finnst mér vera hvernig við mætum til leiks og þora að stíga á þá, en ekki einhver barnaleg mistök, við stöndum ekki fyrir það og viljum ekki standa fyrir það,“ sagði Höskuldur en hann talaði um næsta mótherja, Bestu deildina og framhaldið.
Athugasemdir
banner
banner