Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   fim 03. ágúst 2023 02:16
Arnar Laufdal Arnarsson
Höskuldur: Við stöndum ekki fyrir það og viljum ekki standa fyrir það
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, sagði í viðtali við Fótbolta.net að liðið hafi verið barnalegt á kafla í fyrri hálfleiknum, en var einnig ánægður með hvernig það þorði að stíga á dönsku meistarana í 6-3 tapinu á Parken í kvöld.

Lestu um leikinn: FCK 6 -  3 Breiðablik

Blikar tóku forystuna snemma leiks en svo fór allt úr skorðum eftir að Diogo Goncalves jafnaði metin úr aukaspyrnu.

„Mér finnst við, eftir að við fáum þetta aukaspyrnumark á okkur, þá hefðum við þurft að róa okkur aðeins. Það er eins og við ætluðum strax að fara sækja forystuna, flýta okkur og fara í óþarfa áhættur í spili. Smá barnalegir bara og þá fáum 2-1 í okkur og þá versnar þetta enn meira sem ég var að tala um. Þeir munu alltaf fá móment á Parken og bara halda kúlinu við það. Það fór aðeins of mikið um okkur eftir að hafa komið okkur í forystu sem við vorum búnir að láta okkur dreyma um og í raun planið að koma hingað og sjokkera og þagga niður í aðdáendunum, en eftirá hefði 1-1 í hálfleik verið flott og statement að vera búnir að skora,“ sagði Höskuldur við Fótbolta.net.

Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, hefur oft talað um það að falla á sitt eigið sverð. Blikar þorðu í kvöld og spiluðu sinn leik en það kostaði oft á köflum.

„Já og nei. Að falla á sitt eigið sverð er að við erum enn að vinna boltann í hápressu eða í re-pressu á 87. mínútu, Mörkin sem við fáum á okkur eru ekki að koma út af því að við erum eins og svissneskur ostur, gataður og spilað í gegnum okkur. Við erum að þvinga honum á röngu mómenti og flýta okkur of mikið og það er eitthvað sem við viljum ekki standa fyrir. Við viljum hafa stjórn og við þurfum að vera betri í því og velja betur þegar við ætlum að þræða línur, taka áhættur og drepa móment hjá andstæðingum þegar þeir skora. Að falla á eigið sverð finnst mér vera hvernig við mætum til leiks og þora að stíga á þá, en ekki einhver barnaleg mistök, við stöndum ekki fyrir það og viljum ekki standa fyrir það,“ sagði Höskuldur en hann talaði um næsta mótherja, Bestu deildina og framhaldið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner