Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   fim 03. ágúst 2023 02:16
Arnar Laufdal Arnarsson
Höskuldur: Við stöndum ekki fyrir það og viljum ekki standa fyrir það
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, sagði í viðtali við Fótbolta.net að liðið hafi verið barnalegt á kafla í fyrri hálfleiknum, en var einnig ánægður með hvernig það þorði að stíga á dönsku meistarana í 6-3 tapinu á Parken í kvöld.

Lestu um leikinn: FCK 6 -  3 Breiðablik

Blikar tóku forystuna snemma leiks en svo fór allt úr skorðum eftir að Diogo Goncalves jafnaði metin úr aukaspyrnu.

„Mér finnst við, eftir að við fáum þetta aukaspyrnumark á okkur, þá hefðum við þurft að róa okkur aðeins. Það er eins og við ætluðum strax að fara sækja forystuna, flýta okkur og fara í óþarfa áhættur í spili. Smá barnalegir bara og þá fáum 2-1 í okkur og þá versnar þetta enn meira sem ég var að tala um. Þeir munu alltaf fá móment á Parken og bara halda kúlinu við það. Það fór aðeins of mikið um okkur eftir að hafa komið okkur í forystu sem við vorum búnir að láta okkur dreyma um og í raun planið að koma hingað og sjokkera og þagga niður í aðdáendunum, en eftirá hefði 1-1 í hálfleik verið flott og statement að vera búnir að skora,“ sagði Höskuldur við Fótbolta.net.

Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, hefur oft talað um það að falla á sitt eigið sverð. Blikar þorðu í kvöld og spiluðu sinn leik en það kostaði oft á köflum.

„Já og nei. Að falla á sitt eigið sverð er að við erum enn að vinna boltann í hápressu eða í re-pressu á 87. mínútu, Mörkin sem við fáum á okkur eru ekki að koma út af því að við erum eins og svissneskur ostur, gataður og spilað í gegnum okkur. Við erum að þvinga honum á röngu mómenti og flýta okkur of mikið og það er eitthvað sem við viljum ekki standa fyrir. Við viljum hafa stjórn og við þurfum að vera betri í því og velja betur þegar við ætlum að þræða línur, taka áhættur og drepa móment hjá andstæðingum þegar þeir skora. Að falla á eigið sverð finnst mér vera hvernig við mætum til leiks og þora að stíga á þá, en ekki einhver barnaleg mistök, við stöndum ekki fyrir það og viljum ekki standa fyrir það,“ sagði Höskuldur en hann talaði um næsta mótherja, Bestu deildina og framhaldið.
Athugasemdir
banner