Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
   fim 03. ágúst 2023 02:16
Arnar Laufdal Arnarsson
Höskuldur: Við stöndum ekki fyrir það og viljum ekki standa fyrir það
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, sagði í viðtali við Fótbolta.net að liðið hafi verið barnalegt á kafla í fyrri hálfleiknum, en var einnig ánægður með hvernig það þorði að stíga á dönsku meistarana í 6-3 tapinu á Parken í kvöld.

Lestu um leikinn: FCK 6 -  3 Breiðablik

Blikar tóku forystuna snemma leiks en svo fór allt úr skorðum eftir að Diogo Goncalves jafnaði metin úr aukaspyrnu.

„Mér finnst við, eftir að við fáum þetta aukaspyrnumark á okkur, þá hefðum við þurft að róa okkur aðeins. Það er eins og við ætluðum strax að fara sækja forystuna, flýta okkur og fara í óþarfa áhættur í spili. Smá barnalegir bara og þá fáum 2-1 í okkur og þá versnar þetta enn meira sem ég var að tala um. Þeir munu alltaf fá móment á Parken og bara halda kúlinu við það. Það fór aðeins of mikið um okkur eftir að hafa komið okkur í forystu sem við vorum búnir að láta okkur dreyma um og í raun planið að koma hingað og sjokkera og þagga niður í aðdáendunum, en eftirá hefði 1-1 í hálfleik verið flott og statement að vera búnir að skora,“ sagði Höskuldur við Fótbolta.net.

Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, hefur oft talað um það að falla á sitt eigið sverð. Blikar þorðu í kvöld og spiluðu sinn leik en það kostaði oft á köflum.

„Já og nei. Að falla á sitt eigið sverð er að við erum enn að vinna boltann í hápressu eða í re-pressu á 87. mínútu, Mörkin sem við fáum á okkur eru ekki að koma út af því að við erum eins og svissneskur ostur, gataður og spilað í gegnum okkur. Við erum að þvinga honum á röngu mómenti og flýta okkur of mikið og það er eitthvað sem við viljum ekki standa fyrir. Við viljum hafa stjórn og við þurfum að vera betri í því og velja betur þegar við ætlum að þræða línur, taka áhættur og drepa móment hjá andstæðingum þegar þeir skora. Að falla á eigið sverð finnst mér vera hvernig við mætum til leiks og þora að stíga á þá, en ekki einhver barnaleg mistök, við stöndum ekki fyrir það og viljum ekki standa fyrir það,“ sagði Höskuldur en hann talaði um næsta mótherja, Bestu deildina og framhaldið.
Athugasemdir
banner
banner
banner