West Ham hefur áhuga á Zirkzee - Disasi áfram úti í kuldanum - Casadó orðaður við Chelsea og Arsenal
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
Viktor Karl náði stórum áfanga: Ég er virkilega stoltur
Sölvi Geir: Þakklæti sem er mér efst í huga
Halldór Árna: Við höfum átt marga góða hálfleiki
Oliver Ekroth: Á endanum erum við meistarar og allt annað skiptir ekki máli
Rúnar Kri: Versta sem ég hef séð frá okkur í sumar
Jón Þór: Markmaðurinn kýlir Tufa frá mínu sjónarhorni
Haddi Jónasar: Ákváðum að hafa Viðar ekki í hópnum
   fim 03. ágúst 2023 02:16
Arnar Laufdal Arnarsson
Höskuldur: Við stöndum ekki fyrir það og viljum ekki standa fyrir það
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, sagði í viðtali við Fótbolta.net að liðið hafi verið barnalegt á kafla í fyrri hálfleiknum, en var einnig ánægður með hvernig það þorði að stíga á dönsku meistarana í 6-3 tapinu á Parken í kvöld.

Lestu um leikinn: FCK 6 -  3 Breiðablik

Blikar tóku forystuna snemma leiks en svo fór allt úr skorðum eftir að Diogo Goncalves jafnaði metin úr aukaspyrnu.

„Mér finnst við, eftir að við fáum þetta aukaspyrnumark á okkur, þá hefðum við þurft að róa okkur aðeins. Það er eins og við ætluðum strax að fara sækja forystuna, flýta okkur og fara í óþarfa áhættur í spili. Smá barnalegir bara og þá fáum 2-1 í okkur og þá versnar þetta enn meira sem ég var að tala um. Þeir munu alltaf fá móment á Parken og bara halda kúlinu við það. Það fór aðeins of mikið um okkur eftir að hafa komið okkur í forystu sem við vorum búnir að láta okkur dreyma um og í raun planið að koma hingað og sjokkera og þagga niður í aðdáendunum, en eftirá hefði 1-1 í hálfleik verið flott og statement að vera búnir að skora,“ sagði Höskuldur við Fótbolta.net.

Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, hefur oft talað um það að falla á sitt eigið sverð. Blikar þorðu í kvöld og spiluðu sinn leik en það kostaði oft á köflum.

„Já og nei. Að falla á sitt eigið sverð er að við erum enn að vinna boltann í hápressu eða í re-pressu á 87. mínútu, Mörkin sem við fáum á okkur eru ekki að koma út af því að við erum eins og svissneskur ostur, gataður og spilað í gegnum okkur. Við erum að þvinga honum á röngu mómenti og flýta okkur of mikið og það er eitthvað sem við viljum ekki standa fyrir. Við viljum hafa stjórn og við þurfum að vera betri í því og velja betur þegar við ætlum að þræða línur, taka áhættur og drepa móment hjá andstæðingum þegar þeir skora. Að falla á eigið sverð finnst mér vera hvernig við mætum til leiks og þora að stíga á þá, en ekki einhver barnaleg mistök, við stöndum ekki fyrir það og viljum ekki standa fyrir það,“ sagði Höskuldur en hann talaði um næsta mótherja, Bestu deildina og framhaldið.
Athugasemdir
banner
banner
banner