Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
banner
   lau 03. ágúst 2024 20:30
Sölvi Haraldsson
Summerville í West Ham (Staðfest) - ‚Er hér til að skrifa söguna‘
Summerville fagnar marki á Elland Road með Leeds United.
Summerville fagnar marki á Elland Road með Leeds United.
Mynd: Getty Images

West Ham hafa verið líflegir á markaðnum upp á síðkastið en rétt í þessu voru þeir að tilkynna kaupin á hollenska framherjanum Crysencio Summerville.


Summerville skrifar undir 5 ára samning hjá austur Lundúnaliðinu en hann kemur þangað frá Leeds United þar sem hann hefur verið í miklum metum.

Þar á hann 91 leik í öllum kepnnum og skorað í þeim 25 mörk. Hann á enga landsleiki fyrir Holland.

Summerville, sem var leikmaður tímabilsins í Champions deildinni í fyrra, hefur alltaf verið efstur á blaði hjá Hömrunum í sumar og er í miklum metum hjá nýja þjálfara West Ham, Julen Lopetegui.

Summerville er mjög spenntur fyrir framhaldinu með West Ham.

Ég er mjög glaður og get ekki beðið eftir að byrja.‘ sagði hollendingurinn og hélt svo áfram.

‚Þetta er fullkomið skref fyrir mig og minn feril en West Ham er metnaðfullur klúbbur með stór markmið og frábæra leikmenn.

Summerville segist vera spenntur að skrifa söguna með West Ham.

Það er svo sögufrægt lið, bæði í deildinni og í Evrópu. Ég talaði við þjálfarann og hann sannfærði mig að ég gæti haft áhrif hérna og náð langt. Ég held að ég sé hérna til að skrifa söguna og ég myndi elska að taka West Ham aftur í Evrópu.‘ sagði Summerville eftir undirskriftina.


Athugasemdir
banner
banner