Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   lau 03. ágúst 2024 09:30
Sölvi Haraldsson
Vonar að Tottenham vinni titil í ár - „Það er markmiðið mitt“
Romero er vongóður um að Tottenham vinni titil í ár.
Romero er vongóður um að Tottenham vinni titil í ár.
Mynd: Getty Images

Cuti Romero, varnarmaður Tottenham, segir í samtali við ESPN að hann hugsi ekki um önnur lið svo lengi sem hann er samningsbundinn Tottenham. 

Romero vann Copa America með Argentíska landsliðinu fyrr í sumar og varð einnig heimsmeistari með Argentínu fyrir tveimur árum.


 „Ég hugsa ekki um önnur lið! Ég virði Tottenham mjög mikið.“ sagði varnarmaðurinn.

 „Þeir sýna mér svo mikla ástúð hér hjá Tottenham, mér líkar það að spila fyrir Tottenham.“ bætti Romeru við og hélt svo áfram.

 „Vonandi vinnum við titil í ár, það er markmiðið mitt.“ sagði Romeru að lokum en Tottenham hefur ekki unnið titil síðan árið 2008 þegar þeir unnu deildarbikarinn en þeir voru seinast deildarmeistarar árið 1961 eða fyrir 63 árum síðan.


Athugasemdir
banner
banner