Cole Palmer, Phil Foden og Ollie Watkins verða ekki með enska landsliðinu í komandi leikjum í Þjóðadeildinni.
Palmer og Watkins yfirgáfu æfingasvæði Englands í dag og halda aftur til sinna félaga, Chelsea og Aston Villa, vegna meiðsla sem hafa verið að plaga þá.
Foden hefur verið veikur undanfarið og var ekki kominn til móts við landsliðið þegar ákvörðun var tekið að hann skyldi halda sig heima. Foden hefur aðeins spilað 45 mínútur í úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.
Enska landsliðið mætir Heimi Hallgrímssyni og félögum í írska landsliðinu á laugardaginn á útivelli og Finnlandi á þriðjudaginn á Wembley.
Athugasemdir