Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   lau 03. október 2020 08:30
Victor Pálsson
Hodgson býst við að halda Zaha
Mynd: Getty Images
Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace, býst ekki við því að vængmaðurinn Wilfried Zaha sé á förum frá félaginu áður en glugginn lokar á mánudag.

Zaha hefur sjálfur alltaf verið opinn fyrir brottför frá Palace en Arsenal er á meðal þeirra sem hafa sýnt áhuga.

Það er þó rólegt á skrifstofunni hjá Palace þessa dagana og er útlit fyrir að Zaha verði áfram í herbúðum félagsins.

„Mér hefur verið sagt og ég held að Wilf sé fastur á því að við höfum ekki áhuga á tilboðum undir lok gluggans," sagði Hodgson.

„Ef það myndi gerast þá þyrftum við að fá tíma til að ákveða hvað við gætum gert við peningana."

„Það styttist í gluggalok og ég vona innilega að þetta gerist ekki núna og vil halda áfram að vinna með honum."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner