Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 03. október 2020 09:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Holland: Kristófer Ingi skoraði fyrir PSV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristófer Ingi Kristinsson skoraði í gær fyrir varalið PSV í hollensku B-deildinni.

PSV II mætti Telstar og var Kristófer í byrjunarliði PSV. Staðan var markalaus í hálfleik en PSV tók forystuna á 57. mínútu. Þremur mínútum síðar skoraði Kristófer annað mark sinna manna.

Garðbæingurinn var tekinn af velli stuttu eftir mark sitt en leikurinn endaði með 3-0 sigri PSV.

Varalið PSV er í sjöunda sæti hollensku B-deildarinnar en liðið getur ekki unnið sér þáttökurétt í hollensku úrvalsdeildinni þar sem aðallið félagsins spilar þar.

Kristófer er 21 árs gamall og gekk hann í raðir PSV í sumar. Markið í gær var hans fyrsta mark fyrir félagið.

Kristófer var í gær U21 landsliðshóp Íslands.
Athugasemdir
banner
banner