Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   lau 03. október 2020 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óskar Smári spáir í 20. umferð 2. deildar karla
Óskar er meðal annars knattspyrnuþjálfari hjá Stjörnunni.
Óskar er meðal annars knattspyrnuþjálfari hjá Stjörnunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Gísli Snorrason, Siggi Bond.
Sigurður Gísli Snorrason, Siggi Bond.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úlfur Blandon var með þrjá rétta þegar hann spáði í 19. umferð 2. deildar karla.

Óskar Smári Haraldsson, þáttastjórnandi Ástríðunnar hér á Fótbolta.net, knattspyrnuþjálfari hjá Stjörnunni og fótboltamaður hjá Tindstóli, spáir í leikina að þessu sinni, en öll 20. umferð fer fram í dag.

Fjarðabyggð 1 - 3 Kórdrengir (13 í dag)
Kórdrengir tapa síðasta leik gegn Þrótti og mæta mótíveraðir í þennan leik. Þeir vinna 3-1 sigur þar sem Albert Brynjar skorar tvö, sem kemur að sjálfsögðu engum á óvart. Ásgeir Frank skorar þriðja markið. Ruben Ibancos skorar fyrir Fjarðabyggð.

ÍR 1 - 1 Selfoss (14 í dag)
Hörkuleikur á Hertz vellinum. Selfoss mun misstíga sig í toppbaráttunni. Tokic og Águst Freyr með mörkin. Ágúst Freyr jafnar í blálokin en sleppur því að þessu sinni að rífa sig úr að ofan.

KF 1 - 4 Þróttur V. (14 í dag)
Finn til með liðunum út á landi að þurfa hugsa til þess að Þróttarar séu á leið í rútuferð í stanslaust stuð og fjör. Stemningin í Vogunum er á öðru leveli í íslenska boltanum og þeir munu mæta til leiks tilbúnir að deyja fyrir hvorn annan. Bondarinn elskar landsbyggðina og setur tvö í fyrri. Örn Rúnar og Viktor Segatta sjá um hin tvö á meðan Oumar Diouck skorar fyrir KF.

Kári 1 - 2 Njarðvík (14 í dag)
Erfiðasti leikurinn að spá í að þessu sinni. Bæði lið vel mönnuð og ég held að úrslit leiksins muni ráðast á vafaatriði í lokin. Andri Júl elskar að skora og hann mun koma Kára yfir en Kenneth Hogg er markasjúkur og skorar gott mark fyrir Njarðvík. Sigurmark leiksins verður svo sjálfsmark þar sem Sverrir Mar verður svo óheppin að setja boltann í eigið net.

Víðir 1 - 2 Völsungur (15 í dag)
Rosalega mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Engin Bergur Jónmundsson í liði Völsungs í sumar og er það skarð fyrir skyldi hjá Húsvíkingum. Það verður hart barist og ég gæti trúað því að það verði rauð spjöld sem fari á loft. Guðmundur Óli mun 100% fá rautt spjald og fara í enni í enni við menn, slíkt hefur gerst áður. Flestir hafa afskrifað Völsung úr deildinni en ég hef enn trú á Húsvíkingum og ég held að þessi sigur verði til þess að þeir haldi sér í deildinni. Bjarki og Sæþór sjá um mörkin fyrir Völsung og Jordan Chase Tyler minnkar muninn en því miður fyrir Víðismenn, þá verður það of seint.

Dalvík/Reynir 2 - 2 Haukar (15 í dag)
Búin að fara fram og til baka með þennan leik í hausnum. Dalvíkingar þurfa nauðsynlega á þremur stigum að halda til að halda sér í deildinni, á meðan Haukar sigla lygnan sjó í fimmta sæti um miðja deild. Herra Haukar, hann Ásgeir Þór Ingólfsson, skorar ásamt Nikola Dejan Duric. Áki Sölvason mun vera bjargvættur Dalvíkinga og skora bæði fyrir þá, seinna markið á 90+.

Fyrri spámenn:
Úlfur Blandon (3 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner