Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 03. október 2020 09:40
Fótbolti.net
Sérfræðingarnir fara yfir sviðið á X977 í dag - Max, Lengjan og landsliðið
Rafn Markús og Úlfur Blandon.
Rafn Markús og Úlfur Blandon.
Mynd: Fótbolti.net - Tom
Elvar Geir og Tómas Þór verða á sínum stað með útvarpsþáttinn Fótbolti.net á X977 í dag. Þátturinn er alla laugardaga milli 12 og 14.

Sérfræðingarnir Rafn Markús Vilbergsson og Úlfur Blandon koma í heimsókn og allt það helsta í íslenska boltanum verður til umræðu. Rætt verður um leiki og fréttir tengdar Pepsi Max-deild karla og Lengjudeildinni.

Tómas og Elvar ræða landsliðshópinn og komandi leik gegn Rúmeníu.

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dómari verður á línunni en VAR verður notað í fyrsta sinn formlega í keppnisleik hér á landi á fimmtudag.

Þá verður fótboltaþjálfarinn Bjarki Már Ólafsson í beinni frá Katar.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner