Þýska blaðið Bild gefur Harry Kane falleinkunn fyrir frammistöðu hans í tapi Bayern München gegn Aston Villa í Meistaradeildinni. Aston Villa skoraði seint í leiknum og vann 1-0.
Kane lék allan leikinn en hlutirnir gengu afleitlega upp hjá honum. Hann átti aðeins eina marktilraun í leiknum og var augljóslega pirraður þegar Serge Gnabry gaf ekki boltann á hann þegar hann var í góðri stöðu.
Kane lék allan leikinn en hlutirnir gengu afleitlega upp hjá honum. Hann átti aðeins eina marktilraun í leiknum og var augljóslega pirraður þegar Serge Gnabry gaf ekki boltann á hann þegar hann var í góðri stöðu.
„Hann var nánast ósýnilegur í leiknum og klúðraði góðu færi í lokin til að tryggja Bayern jafntefli," segir Bild.
Einkunnagjöf blaðsins er ansi sérstök, hún er gefin á skalanum 1-6 þar sem 1 er besta einkunnin og 6 sú versta. Kane fékk 5. Hann var ekki einn lægstur í einkunnagjöf Bild fyrir leikinn í gær því Kingsley Coman og Alphonso Davies fengu einnig 5.
Kane fékk einnig gagnrýni í blaðinu fyrir frammistöðu sína í 1-1 jafntefli gegn Bayer Leverkusen í stórleik þýsku deildarinnar um síðustu helgi.
Athugasemdir