Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
   fös 03. október 2025 21:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Berglind Björg: Þú verður eiginlega að spyrja hana!
Kvenaboltinn
Berglind Björg eftir leikinn í kvöld.
Berglind Björg eftir leikinn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind var vægast sagt ánægð með sigurinn.
Berglind var vægast sagt ánægð með sigurinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er fáránlega góð. Ég er svo ánægð með þennan sigur og að loksins vinna þennan titil," sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir, sóknarmaður Breiðabliks, eftir að liðið varð Íslandsmeistari í kvöld.

Breiðablik lagði Víking að velli á Kópavogsvelli og tryggði sér þar með titilinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 Víkingur R.

Berglind varð síðast Íslandsmeistari með Breiðabliki 2020 í Kórónuveirufaraldrinum. Þessi titill er öðruvísi, svo sannarlega.

„Jú, guð. Ég held að við höfum verið heima í stofu þegar við unnum þann titil. Þetta er bara geggjað," sagði Berglind.

Berglind gerði sigurmarkið í leiknum í kvöld en hún er núna búin að gera 23 mörk í 20 leikjum í Bestu deildinni í sumar.

„Það er frábær tilfinning, geggjaður bolti frá Andreu þarna," sagði Berglind en það er spurning hvort Andrea hafi verið að reyna að skjóta í undirbúningnum.

„Þú verður eiginlega að spyrja hana! Ég var allavega fyrir og boltinn fór inn."

Berglind hefur átt magnað sumar. Er hún eitthvað farin að skoða framhaldið, jafnvel farin að hugsa aftur um atvinnumennsku?

„Ég er bara að hugsa um að klára þetta tímabil. Ég er samningslaus í nóvember og það kemur í ljós hvað gerist," sagði Berglind að lokum.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner