Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
   fös 03. október 2025 21:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Berglind Björg: Þú verður eiginlega að spyrja hana!
Kvenaboltinn
Berglind Björg eftir leikinn í kvöld.
Berglind Björg eftir leikinn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind var vægast sagt ánægð með sigurinn.
Berglind var vægast sagt ánægð með sigurinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er fáránlega góð. Ég er svo ánægð með þennan sigur og að loksins vinna þennan titil," sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir, sóknarmaður Breiðabliks, eftir að liðið varð Íslandsmeistari í kvöld.

Breiðablik lagði Víking að velli á Kópavogsvelli og tryggði sér þar með titilinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 Víkingur R.

Berglind varð síðast Íslandsmeistari með Breiðabliki 2020 í Kórónuveirufaraldrinum. Þessi titill er öðruvísi, svo sannarlega.

„Jú, guð. Ég held að við höfum verið heima í stofu þegar við unnum þann titil. Þetta er bara geggjað," sagði Berglind.

Berglind gerði sigurmarkið í leiknum í kvöld en hún er núna búin að gera 23 mörk í 20 leikjum í Bestu deildinni í sumar.

„Það er frábær tilfinning, geggjaður bolti frá Andreu þarna," sagði Berglind en það er spurning hvort Andrea hafi verið að reyna að skjóta í undirbúningnum.

„Þú verður eiginlega að spyrja hana! Ég var allavega fyrir og boltinn fór inn."

Berglind hefur átt magnað sumar. Er hún eitthvað farin að skoða framhaldið, jafnvel farin að hugsa aftur um atvinnumennsku?

„Ég er bara að hugsa um að klára þetta tímabil. Ég er samningslaus í nóvember og það kemur í ljós hvað gerist," sagði Berglind að lokum.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner