Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   fös 03. október 2025 21:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Berglind Björg: Þú verður eiginlega að spyrja hana!
Kvenaboltinn
Berglind Björg eftir leikinn í kvöld.
Berglind Björg eftir leikinn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind var vægast sagt ánægð með sigurinn.
Berglind var vægast sagt ánægð með sigurinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er fáránlega góð. Ég er svo ánægð með þennan sigur og að loksins vinna þennan titil," sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir, sóknarmaður Breiðabliks, eftir að liðið varð Íslandsmeistari í kvöld.

Breiðablik lagði Víking að velli á Kópavogsvelli og tryggði sér þar með titilinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 Víkingur R.

Berglind varð síðast Íslandsmeistari með Breiðabliki 2020 í Kórónuveirufaraldrinum. Þessi titill er öðruvísi, svo sannarlega.

„Jú, guð. Ég held að við höfum verið heima í stofu þegar við unnum þann titil. Þetta er bara geggjað," sagði Berglind.

Berglind gerði sigurmarkið í leiknum í kvöld en hún er núna búin að gera 23 mörk í 20 leikjum í Bestu deildinni í sumar.

„Það er frábær tilfinning, geggjaður bolti frá Andreu þarna," sagði Berglind en það er spurning hvort Andrea hafi verið að reyna að skjóta í undirbúningnum.

„Þú verður eiginlega að spyrja hana! Ég var allavega fyrir og boltinn fór inn."

Berglind hefur átt magnað sumar. Er hún eitthvað farin að skoða framhaldið, jafnvel farin að hugsa aftur um atvinnumennsku?

„Ég er bara að hugsa um að klára þetta tímabil. Ég er samningslaus í nóvember og það kemur í ljós hvað gerist," sagði Berglind að lokum.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner