Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   fös 03. október 2025 20:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Birta um magnað sumar: Vorum oft inn í Fífu á morgnana
Kvenaboltinn
Birta skoraði tvö í kvöld.
Birta skoraði tvö í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikar fagna Íslandsmeistaratitlinum.
Blikar fagna Íslandsmeistaratitlinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er ólýsanleg. Þetta er búið að vera bras í síðustu tveimur leikjum þannig að það er ógeðslega sætt að þetta sé loksins að gerast núna," sagði Birta Georgsdóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir að liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld.

Birta hefur verið stórkostleg í sumar og hún hélt uppteknum hætti þegar hún skoraði tvennu í leiknum gegn Víkingi sem endaði með 3-2 sigri Blika.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 Víkingur R.

„Þetta er svo geggjað lið og geggjað teymi í kringum þetta allt. Ég er ógeðslega þakklát og það er ógeðslega gaman að vera í Breiðabliki."

Birta hefur tekið risa skref í sumar og hefur verið einn besti leikmaður Íslandsmótsins, ef ekki bara sá besti.

„Markmiðið mitt komandi inn í mótið var bara að hafa gaman og njóta hverrar einustu mínútu. Ég var dugleg að æfa í vetur. Nik og ég vorum oft inn í Fífu á morgnana að taka skotæfingar. Ég á honum mikið að þakka."

Ætlið eitthvað að fagna þessu núna? Það eru tveir leikir eftir og Evrópukeppni framundan.

„Það er hefð eftir hvern leik að fara upp saman og borða. Ég held að það verði ekkert öðruvísi í kvöld," sagði Birta og brosti.

Ekkert meira en það?

„Ég veit það ekki. Það er föstudagur. Maður veit aldrei hvað kvöldið ber í skauti sér."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner