Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   fös 03. október 2025 20:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Birta um magnað sumar: Vorum oft inn í Fífu á morgnana
Kvenaboltinn
Birta skoraði tvö í kvöld.
Birta skoraði tvö í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikar fagna Íslandsmeistaratitlinum.
Blikar fagna Íslandsmeistaratitlinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er ólýsanleg. Þetta er búið að vera bras í síðustu tveimur leikjum þannig að það er ógeðslega sætt að þetta sé loksins að gerast núna," sagði Birta Georgsdóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir að liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld.

Birta hefur verið stórkostleg í sumar og hún hélt uppteknum hætti þegar hún skoraði tvennu í leiknum gegn Víkingi sem endaði með 3-2 sigri Blika.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 Víkingur R.

„Þetta er svo geggjað lið og geggjað teymi í kringum þetta allt. Ég er ógeðslega þakklát og það er ógeðslega gaman að vera í Breiðabliki."

Birta hefur tekið risa skref í sumar og hefur verið einn besti leikmaður Íslandsmótsins, ef ekki bara sá besti.

„Markmiðið mitt komandi inn í mótið var bara að hafa gaman og njóta hverrar einustu mínútu. Ég var dugleg að æfa í vetur. Nik og ég vorum oft inn í Fífu á morgnana að taka skotæfingar. Ég á honum mikið að þakka."

Ætlið eitthvað að fagna þessu núna? Það eru tveir leikir eftir og Evrópukeppni framundan.

„Það er hefð eftir hvern leik að fara upp saman og borða. Ég held að það verði ekkert öðruvísi í kvöld," sagði Birta og brosti.

Ekkert meira en það?

„Ég veit það ekki. Það er föstudagur. Maður veit aldrei hvað kvöldið ber í skauti sér."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner