
„Tilfinningin er ólýsanleg. Þetta er búið að vera bras í síðustu tveimur leikjum þannig að það er ógeðslega sætt að þetta sé loksins að gerast núna," sagði Birta Georgsdóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir að liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld.
Birta hefur verið stórkostleg í sumar og hún hélt uppteknum hætti þegar hún skoraði tvennu í leiknum gegn Víkingi sem endaði með 3-2 sigri Blika.
Birta hefur verið stórkostleg í sumar og hún hélt uppteknum hætti þegar hún skoraði tvennu í leiknum gegn Víkingi sem endaði með 3-2 sigri Blika.
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 2 Víkingur R.
„Þetta er svo geggjað lið og geggjað teymi í kringum þetta allt. Ég er ógeðslega þakklát og það er ógeðslega gaman að vera í Breiðabliki."
Birta hefur tekið risa skref í sumar og hefur verið einn besti leikmaður Íslandsmótsins, ef ekki bara sá besti.
„Markmiðið mitt komandi inn í mótið var bara að hafa gaman og njóta hverrar einustu mínútu. Ég var dugleg að æfa í vetur. Nik og ég vorum oft inn í Fífu á morgnana að taka skotæfingar. Ég á honum mikið að þakka."
Ætlið eitthvað að fagna þessu núna? Það eru tveir leikir eftir og Evrópukeppni framundan.
„Það er hefð eftir hvern leik að fara upp saman og borða. Ég held að það verði ekkert öðruvísi í kvöld," sagði Birta og brosti.
Ekkert meira en það?
„Ég veit það ekki. Það er föstudagur. Maður veit aldrei hvað kvöldið ber í skauti sér."
Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir