
„Ég er ekkert smá stolt af liðinu," sagði miðvörðurinn Heiðdís Lillýardóttir þegar hún ræddi við Fótbolta.net eftir að Breiðablik varð Íslandsmeistari í kvöld.
Eftir tvö töp í röð þá tókst Breiðabliki að leggja Víking að velli í kvöld og þar með tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.
Eftir tvö töp í röð þá tókst Breiðabliki að leggja Víking að velli í kvöld og þar með tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 2 Víkingur R.
Var þetta orðið stressandi?
„Já, það er alveg smá 'tricky' að fara inn í þessa leiki þegar maður er svona mörgum stigum á undan og maður hefur fimm leiki til að klára. En það var góð tilfinning fyrir þennan leik og við höfðum trú á þessu allan tímann."
Þetta var ekki auðveldur leikur fyrir Blika að klára en það tókst hjá þeim.
„Við héldum alltaf áfram og komum til baka þegar við fengum á okkur mörk. Ég er ógeðslega stolt af okkur."
Þetta hefur verið geggjað tímabil fyrir Breiðablik sem er tvöfaldur meistari. Heiðdís er þá sjálf að koma til baka eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn í fyrra. Hún hafði ætlað sér að eignast barnið sem leikmaður Basel í Sviss en það gekk ekki eftir eins og hún talaði um í viðtali við Fótbolta.net í fyrra. Kveðjurnar voru kaldar frá Basel, félagsliði hennar í Sviss, en hún kom aftur heim og er núna stór hluti af liði sem er bæði Íslands- og bikarmeistari.
„Ég er svo þakklát að vera hérna og taka þátt í þessu. Ég er svo stolt," sagði Heiðdís. „Þetta er fullkomið, getur ekki verið betra."
Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir