PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   fös 03. október 2025 21:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Kom heim eftir erfiðan tíma í Sviss og er núna tvöfaldur meistari
Kvenaboltinn
Heiðdís í leik í sumar.
Heiðdís í leik í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fagnar Íslandsmeistaratitlinum í kvöld.
Breiðablik fagnar Íslandsmeistaratitlinum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er ekkert smá stolt af liðinu," sagði miðvörðurinn Heiðdís Lillýardóttir þegar hún ræddi við Fótbolta.net eftir að Breiðablik varð Íslandsmeistari í kvöld.

Eftir tvö töp í röð þá tókst Breiðabliki að leggja Víking að velli í kvöld og þar með tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 Víkingur R.

Var þetta orðið stressandi?

„Já, það er alveg smá 'tricky' að fara inn í þessa leiki þegar maður er svona mörgum stigum á undan og maður hefur fimm leiki til að klára. En það var góð tilfinning fyrir þennan leik og við höfðum trú á þessu allan tímann."

Þetta var ekki auðveldur leikur fyrir Blika að klára en það tókst hjá þeim.

„Við héldum alltaf áfram og komum til baka þegar við fengum á okkur mörk. Ég er ógeðslega stolt af okkur."

Þetta hefur verið geggjað tímabil fyrir Breiðablik sem er tvöfaldur meistari. Heiðdís er þá sjálf að koma til baka eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn í fyrra. Hún hafði ætlað sér að eignast barnið sem leikmaður Basel í Sviss en það gekk ekki eftir eins og hún talaði um í viðtali við Fótbolta.net í fyrra. Kveðjurnar voru kaldar frá Basel, félagsliði hennar í Sviss, en hún kom aftur heim og er núna stór hluti af liði sem er bæði Íslands- og bikarmeistari.

„Ég er svo þakklát að vera hérna og taka þátt í þessu. Ég er svo stolt," sagði Heiðdís. „Þetta er fullkomið, getur ekki verið betra."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner