Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   fös 03. október 2025 21:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Ótrúleg fyrstu tvö ár í atvinnumennsku - „Ég elska Ísland"
Kvenaboltinn
Samantha Smith fagnar hér með Birtu Georgsdóttur í kvöld.
Samantha Smith fagnar hér með Birtu Georgsdóttur í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik varð Íslandsmeistari í kvöld.
Breiðablik varð Íslandsmeistari í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er frábær. Ég er svo ánægð að vera hluti af þessu liði og þessu félagi," sagði Samantha Smith, leikmaður Breiðabliks, eftir 3-2 sigur gegn Víkingi í Bestu deildinni í kvöld.

Samantha er Íslandsmeistari annað árið í röð með Blikum en hún hefur átt tvö ótrúleg ár á Íslandi.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 Víkingur R.

„Ég er bara svo ánægð að vera hérna. Þetta er súrrealískt. Ég fann það frá byrjun að það væri eitthvað sérstakt í uppsiglingu og ég veit að hinum stelpunum leið líka þannig. Þetta er magnaður hópur af stelpum og við spilum svo vel saman."

Hún er gríðarlega ánægð núna að hafa tekið annað árið á Íslandi. Þetta eru hennar fyrstu ár í atvinnumennsku eftir að hún kláraði að spila í háskólaboltanum í Bandaríkjunum.

„Ég var svo spennt þegar ég skrifaði undir að koma aftur. Þetta er frábær staður að vera á, ég elska Ísland. Þetta er frábært lið."

„Þetta hefur verið draumur. Ég hef aldrei unnið svona mikið áður. Að koma úr háskóla var þetta frábær leið til að byrja atvinnumannaferilinn."

Samantha er að verða samningslaus og líklegt er að hún muni reyna fyrir sér á stærri vettvangi.

„Ég hef hugsað um stöðuna og það er eitthvað sem gæti gerst. Við sjáum til. Ég er einbeitt á að klára tímabilið og við eigum líka Evrópuleiki framundan," sagði Samantha en er einhver möguleiki á þriðja árinu á Íslandi?

„Ég veit það ekki, við sjáum til."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner