Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
banner
   fös 03. október 2025 21:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
„Verður gaman að sjá Breiðablikstreyjuna á næsta ári"
Kvenaboltinn
Nik eftir að flautað var til leiksloka í kvöld.
Nik eftir að flautað var til leiksloka í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik er Íslandsmeistari.
Breiðablik er Íslandsmeistari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er eins gott og í fyrsta skiptið," sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir að liðið varð Íslandsmeistari annað árið í röð í kvöld.

Titillinn lét aðeins bíða eftir sér en eftir 3-2 sigur gegn Víkingum varð það ljóst að Breiðablik er Íslands- og bikarmeistari 2025.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 Víkingur R.

Tímabilið hefur verið hreint út sagt magnað fyrir Blika og Nik er auðvitað mjög stoltur.

„Ég sagði við stelpurnar að við höfðum unnið fyrir þeim rétti að misstíga okkur aðeins. Við unnum leikina sem við þurftum að vinna þegar pressan var sem mest. Við töpuðum síðustu leikjum en þetta var 'third time's the charm'. Stelpurnar voru frábærar í dag að koma til baka eftir að hafa lent tvisvar undir," sagði Nik.

Í fyrra var dramatíkin mikil þegar mótið réðist á síðasta degi en núna var þetta aðeins þægilegra. Nik er auðvitað ánægður með það en hvernig verða fagnaðarlætin í kvöld? Það eru tveir leikir eftir og Breiðablik er einnig að spila í Evrópukeppni í næstu viku.

„Vonandi skemmta stelpurnar sér vel í kvöld. Þegar þú vinnur þá áttu alltaf að fagna. Við látum það virka. Ég er að fara á Gus Gus tónleika á morgun og mun fagna þar. Á sunnudag mun ég fara að skoða Spartak þreyttur. Þú verður að fagna sigrunum," sagði Nik.

Hann er á leið til Kristianstad í Svíþjóð eftir tímabilið en hann segir að það verði erfitt að kveðja Breiðablik eftir tvö geggjuð ár.

„Allur hópurinn var hungraður að ná í fjórðu stjörnuna. Það var stórt. Það er erfitt að vinna tvö ár í röð en fjórða stjarnan sem fylgir 20. Íslandsmeistaratitlinum skipti okkur máli. Það verður gaman að sjá Breiðablikstreyjuna þegar ég er í Svíþjóð á næsta ári með fjórar stjörnurn á treyjunni."

„Ég kom hingað til að vinna," sagði Nik og honum tókst það. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner