Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
   fös 03. október 2025 21:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
„Verður gaman að sjá Breiðablikstreyjuna á næsta ári"
Kvenaboltinn
Nik eftir að flautað var til leiksloka í kvöld.
Nik eftir að flautað var til leiksloka í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik er Íslandsmeistari.
Breiðablik er Íslandsmeistari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er eins gott og í fyrsta skiptið," sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir að liðið varð Íslandsmeistari annað árið í röð í kvöld.

Titillinn lét aðeins bíða eftir sér en eftir 3-2 sigur gegn Víkingum varð það ljóst að Breiðablik er Íslands- og bikarmeistari 2025.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 Víkingur R.

Tímabilið hefur verið hreint út sagt magnað fyrir Blika og Nik er auðvitað mjög stoltur.

„Ég sagði við stelpurnar að við höfðum unnið fyrir þeim rétti að misstíga okkur aðeins. Við unnum leikina sem við þurftum að vinna þegar pressan var sem mest. Við töpuðum síðustu leikjum en þetta var 'third time's the charm'. Stelpurnar voru frábærar í dag að koma til baka eftir að hafa lent tvisvar undir," sagði Nik.

Í fyrra var dramatíkin mikil þegar mótið réðist á síðasta degi en núna var þetta aðeins þægilegra. Nik er auðvitað ánægður með það en hvernig verða fagnaðarlætin í kvöld? Það eru tveir leikir eftir og Breiðablik er einnig að spila í Evrópukeppni í næstu viku.

„Vonandi skemmta stelpurnar sér vel í kvöld. Þegar þú vinnur þá áttu alltaf að fagna. Við látum það virka. Ég er að fara á Gus Gus tónleika á morgun og mun fagna þar. Á sunnudag mun ég fara að skoða Spartak þreyttur. Þú verður að fagna sigrunum," sagði Nik.

Hann er á leið til Kristianstad í Svíþjóð eftir tímabilið en hann segir að það verði erfitt að kveðja Breiðablik eftir tvö geggjuð ár.

„Allur hópurinn var hungraður að ná í fjórðu stjörnuna. Það var stórt. Það er erfitt að vinna tvö ár í röð en fjórða stjarnan sem fylgir 20. Íslandsmeistaratitlinum skipti okkur máli. Það verður gaman að sjá Breiðablikstreyjuna þegar ég er í Svíþjóð á næsta ári með fjórar stjörnurn á treyjunni."

„Ég kom hingað til að vinna," sagði Nik og honum tókst það. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner