Efasemdir um Konate - Liverpool með Lacroix á blaði - Man Utd vill Úkraínumann
Einar Guðna: Við ætlum að vera þarna á næsta ári
„Verður gaman að sjá Breiðablikstreyjuna á næsta ári"
Ótrúleg fyrstu tvö ár í atvinnumennsku - „Ég elska Ísland"
Berglind Björg: Þú verður eiginlega að spyrja hana!
Kom heim eftir erfiðan tíma í Sviss og er núna tvöfaldur meistari
Birta um magnað sumar: Vorum oft inn í Fífu á morgnana
Guðni Eiríks: Skortur á fókus
Thelma Karen: Það verður fróðlegt að sjá sendingarhlutfallið
Arnar: Hver hefði trúað því eftir Kósovó leikina?
Álfhildur Rósa: Við samgleðjumst honum heldur betur
Einar Guðna: Þetta var þroskuð frammistaða
Nik: Aðal fókusinn er Breiðablik
Óli Kristjáns: Þetta snerist ekkert um það
Segir þetta varla gerast súrara - „Þú getur hringt í mig á morgun“
„Skuldum stuðningsmönnunum að taka á móti titlinum heima eftir tapið í fyrra“
Jökull óskar Víkingum til hamingju með titilinn: „Ekkert sálfræðistríð í því“
Gylfi: Ef við klárum þetta þá verður þetta sætara
Sigurjón um Rúnar: Einn besti þjálfari á landinu, ef ekki sá besti
Túfa: Alltof margir dottnir úr liðinu
Helgi Sig: Fjórða sætið er innan seilingar
   fös 03. október 2025 21:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
„Verður gaman að sjá Breiðablikstreyjuna á næsta ári"
Kvenaboltinn
Nik eftir að flautað var til leiksloka í kvöld.
Nik eftir að flautað var til leiksloka í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik er Íslandsmeistari.
Breiðablik er Íslandsmeistari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er eins gott og í fyrsta skiptið," sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir að liðið varð Íslandsmeistari annað árið í röð í kvöld.

Titillinn lét aðeins bíða eftir sér en eftir 3-2 sigur gegn Víkingum varð það ljóst að Breiðablik er Íslands- og bikarmeistari 2025.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 Víkingur R.

Tímabilið hefur verið hreint út sagt magnað fyrir Blika og Nik er auðvitað mjög stoltur.

„Ég sagði við stelpurnar að við höfðum unnið fyrir þeim rétti að misstíga okkur aðeins. Við unnum leikina sem við þurftum að vinna þegar pressan var sem mest. Við töpuðum síðustu leikjum en þetta var 'third time's the charm'. Stelpurnar voru frábærar í dag að koma til baka eftir að hafa lent tvisvar undir," sagði Nik.

Í fyrra var dramatíkin mikil þegar mótið réðist á síðasta degi en núna var þetta aðeins þægilegra. Nik er auðvitað ánægður með það en hvernig verða fagnaðarlætin í kvöld? Það eru tveir leikir eftir og Breiðablik er einnig að spila í Evrópukeppni í næstu viku.

„Vonandi skemmta stelpurnar sér vel í kvöld. Þegar þú vinnur þá áttu alltaf að fagna. Við látum það virka. Ég er að fara á Gus Gus tónleika á morgun og mun fagna þar. Á sunnudag mun ég fara að skoða Spartak þreyttur. Þú verður að fagna sigrunum," sagði Nik.

Hann er á leið til Kristianstad í Svíþjóð eftir tímabilið en hann segir að það verði erfitt að kveðja Breiðablik eftir tvö geggjuð ár.

„Allur hópurinn var hungraður að ná í fjórðu stjörnuna. Það var stórt. Það er erfitt að vinna tvö ár í röð en fjórða stjarnan sem fylgir 20. Íslandsmeistaratitlinum skipti okkur máli. Það verður gaman að sjá Breiðablikstreyjuna þegar ég er í Svíþjóð á næsta ári með fjórar stjörnurn á treyjunni."

„Ég kom hingað til að vinna," sagði Nik og honum tókst það. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner