Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 03. nóvember 2019 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Aubameyang nálgast met Thierry Henry
Mynd: Getty Images
Pierre-Emerick Aubameyang skoraði eina mark Arsenal í 1-1 jafntefli gegn Wolves um helgina.

Hann hefur verið frábær frá komu sinni til félagsins og er búinn að gera 50 mörk í 78 leikjum. Til samanburðar gerði Thierry Henry 50 mörk í 104 fyrstu leikjum sínum hjá Arsenal. Það tók Alexis Sanchez 106 leiki og Dennis Bergkamp 112 leiki að komast upp í 50 mörk.

Aubameyang nálgast þó talsvert eftirsóttara met sem snýr að einni keppni, ensku úrvalsdeildinni. Þar er hann kominn með 40 mörk í 60 leikjum og hefur því 10 leiki til að reyna að bæta met Henry, sem skoraði 50 mörk í 83 fyrstu úrvalsdeildarleikjum sínum.

Ian Wright var næstfljótastur og það tók hann 87 leiki að skora 50 mörk. Þar á eftir kemur Alexis Sanchez sem þurfti 101 leik, Olivier Giroud þurfti 113, Bergkamp 114, Robert Pires 137 og Robin van Persie 142.

Því miður fyrir Aubameyang er nánast ómögulegt fyrir hann að bæta met Andy Cole, sem skoraði 50 mörk í fyrstu 65 úrvalsdeildarleikjunum sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner