Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 03. nóvember 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Simeone fimmti til að þjálfa sama lið í 300 deildarleikjum
Mynd: Getty Images
Diego Simeone hefur verið við stjórnvölinn hjá Atletico Madrid í næstum því átta ár og er kominn í hóp goðsagnakenndra þjálfara á Spáni.

Hann er fimmti þjálfari í sögu spænsku deildarinnar til að stýra sama félagsliði í 300 deildarleikjum eða meira.

Miguel Munoz, sem stýrði Real Madrid frá 1960 til 1974 á flesta leiki að baki með sama liðinu eða 424.

Á eftir honum koma Luis Aragones með 407 leiki að baki hjá Atletico Madrid, John Toshack sem á 322 að baki með Real Sociedad og Johan Cruyff sem stýrði Barcelona í 300 deildarleikjum.

Atletico gerði 1-1 jafntefli við Sevilla í 300. deildarleiknum og er í þriðja sæti, einu stigi á eftir toppliðunum.
Athugasemdir
banner
banner