Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 03. nóvember 2022 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Von á tíðindum frá FH eftir helgi
Björn Daníel er einn þeirra sem er að renna út á samningi.
Björn Daníel er einn þeirra sem er að renna út á samningi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH hélt sér uppi í Bestu deildinni eftir harða fallbaráttu síðustu mánuði tímabilsins. Nokkrir leikmenn liðsins eru samningslausir og óvíst hvort þeir verði áfram innan raða félagsins.

Guðmundur Kristjánsson gekk í raðir Stjörnunnar eftir tímabilið en eftir standa fjórir leikmenn sem léku stórt hlutverk í sumar en eru án samnings.

Það eru þeir Matthías Vilhjálmsson, Gunnar Nielsen, Björn Daníel Sverrisson og Eggert Gunnþór Jónsson.

Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður fótboltamála hjá FH, sagði í síðustu viku að þessi vika yrði „alvöru vinnuvika í Kaplakrika".

Ekkert hefur náðst í Davíð í vikunni en Jón Erling Ragnarsson, formaður meistaraflokksráðs FH, sagði að tíðinda af FH væri að vænta eftir helgi.

„Það er ekki pottþétt að einhver sé á förum frá félaginu. Þetta skýrist allt myndi ég halda strax eftir helgi. Ég held að þetta leysist allt mjög auðveldlega um helgina. Það eru nokkrir samningar að renna út og það er bara í ferli."

Aðspurður hvort að FH hefði boðið Sindra Kristni Ólafssyni samning hafði Jón Erling þetta að segja: „Eigum við ekki að bíða og sjá hvað gerist eftir helgi, það er svo margt í gangi. Ég held að öll þessi mál skýrist fljótlega í næstu viku."
Athugasemdir
banner