Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 03. nóvember 2024 22:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kortrijk steinlá gegn Anderlecht - Davíð Kristján í sigurliði
Davíð Kristján Ólafsson
Davíð Kristján Ólafsson
Mynd: Cracovia

Júlíus Magnússon var í byrjunarliði Fredrikstad þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Kristiansund í norsku deildinni. Hilmir Rafn Mikaelsson var ónotaður varamaður hjá Kristiansund.

Anton Logi Lúðvíksson var ónotaður varamaður þegar Haugesund vann 1-0 gegn Lilleström. Þá var markaveisla þegar HamKam gerði 3-3 jafntefli gegn Tromsö en Brynjar Ingi Bjarnason var í byrjunarliði HamKam.

Logi Tómasson var í byrjunarliði Stromsgodset í 1-0 tapi gegn Rosenborg. Fredrikstad er í 6. sæti með 44 stig eftir 27 umferðir, HamKam er í 8. sæti með 33 stig, Strömsgodset er í 9. sæti með 32 stig, Kristiansund er í 11. sætimeð 31 stig og Haugesund er í 14. sæti með 27 stig.


Davíð Kristján Ólafsson var í byrjunarliði Cracovia þegar liðið vann 2-1 gegn Lechia Gdansk í pólsku deildinni. Cracovia er með 29 stig í 4. sæti eftir 14 umferðir.

Kortrijk steinlá 4-0 gegn Anderlecht í belgísku deildinni. Patrik Sigurður Gunnarsson er enn fjarverandi vegna meiðsla. Freyr Alexandersson er þjálfari liðsins. Liðið er í 14. sæti með 14 stig eftir 13 umferðir.

Andri Lucas Guðjohnsen spilaði 80 mínútur þegar Gent gerði markalaust jafntefli gegn botnliði Beerschot. Gent er í 6. sæti með 19 stig.


Athugasemdir
banner