Sindri Þór Guðmundsson hefur samkvæmt heimildum Fótbolta.net nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Reyni Sandgerði.
Sindri skrifaði undir tveggja ára samning síðasta vetur en ætlar að leita annað fyrir næsta tímabil.
Sindri skrifaði undir tveggja ára samning síðasta vetur en ætlar að leita annað fyrir næsta tímabil.
Reynir féll úr 2. deild og var Sindri næst markahæsti leikmaður liðsins, skoraði fimm mörk í 20 leikjum, tveimur mörkum minna en Kristófer Páll Viðarsson sem var markahæstur.
Sindri er 27 ára og er fjölhæfur leikmaður, getur bæði spilað í bakverði og á kantinum. Hann fékk atkvæði sem varnarmaður í lið ársins í 2. deild. Hann var kosinn besti leikmaður Reynis á liðnu tímabili af stuðningsmönnum liðsins.
Hann er uppalinn hjá Keflavík og var byrjunarliðsmaður í Bestu deildinni sumarið 2023. Hann á að baki 87 leiki í efstu deild og 62 í næstefstu.
Athugasemdir