Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 03. desember 2020 17:00
Magnús Már Einarsson
KÞÍ gefur út glæsilegt afmælisrit
KÞÍ fagnar 50 ára afmæli í ár
KÞÍ fagnar 50 ára afmæli í ár
Mynd: KÞÍ
Knattspyrnuþjálfarafélag Íslands fagnar 50 ára afmæli sínu í ár og af því tilefni gaf félagið á dögunum út glæsilegt afmælisrit.

„Þetta kom þannig til að við í stjórn KÞÍ vorum að sjálfsögðu búin að hlakka mjög mikið til 50 ára stórafmælis okkar sem var 13. nóvember s.l," sagði Sigurður Þórir Þorsteinsson, formaður KÞÍ, í samtali við Fótbolta.net.

„Við vorum búin að ákveða að hafa stóra afmælisráðstefnu en því miður var það ekki hægt. Við ræddum það fram og til baka hvað við gætum gert á þessum miklu tímamótum í okkar félagi Ákváðum við að gefa út bæði 50 ára afmælisrit bæði net og blaðaútgáfu."

„Þórhallur Siggeirsson sem kom inn í stjórn KÞÍ fyrr á þessu ári ritstýrði blaðinu af mikilli röggsemi og vil ég þakka honum kærlega fyrir hans þátt og stjórninni allri fyrir þeirra þátttöku, viðtöl og greinar."

„Við litum svo á að þrátt fyrir mjög mikla vinnu við útgáfu þessa rits hjá stjórn Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands (KÞÍ) þá væri þetta söguleg heimild um starfsemi félagsins og fróðleikur sem kemur þjálfurum að góðum notum."


Í ritinu eru viðtöl við Arnar Þór Viðarsson, Vöndu Sigurgeirsdóttur og Sigríði Baxter. Arnar Hallsson fer yfir Pepsi Max-deild karla í sumar og Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir yfir Pepsi Max-deild kvenna. Þá er farið yfir sögu KÞÍ auk þess sem í ritinu má finna margar aðrar áhugaverðar greinar.

Smelltu hér til að lesa blaðið
Athugasemdir
banner
banner
banner