Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fim 03. desember 2020 15:30
Magnús Már Einarsson
Kveiktu í útidyrahurð fyrirliðans
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Federico Gentile, fyrirliði Foggia, lenti í eiðinlegu atviki í fyrrakvöld þegar stuðningsmenn liðsins kveiktu í útidyrahurðinni á heimili hans.

Gentile var heima sofandi ásamt konu sinni og ungu barni þegar atvikið átti sér stað en þau vöknuðu við reykskynjara.

Stuðningsmennirnir vildu lýsa yfir óánægju sinni með Gentile og liðið.

Gentile segist íhuga að yfirgefa hérbúðir Foggia eftir atvikið.

Forráðamenn Foggia hafa fordæmt athæfi stuðningsmannana og það hafa leikmannasamtökin á Ítalíu einnig gert.
Athugasemdir