Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 03. desember 2021 20:35
Victor Pálsson
Danmörk: Aron á skotskónum í sigri
Mynd: Horsens
Aron Sigurðarson komst á blað fyrir lið Horsens í Danmörku í dag er liðið mætti Frederica í B-deildinni.

Aron var á sínum stað í byrjunarliðinu í 2-0 útisigri en var tekinn af velli á 65. mínútu. Aron gerði seinna mark Horsens undir lok fyrri hálfleiks.

Annar Íslendingur eða Ágúst Edvald Hlynsson spilaði einnig en hann kom inná sem varamaður er þrjár mínútur voru eftir.

Horsens var að vinna sinn fjórða sigur í röð og er í fjórða sæti deildarinnar með 33 stig, sex stigum á eftir toppliði Helsingor.

Í gær fór svo fram leikur Hvidovre og Esbjerg í sömu deild en Ísak Óli Ólafsson leikur með því síðarnefnda.

Ísak spilaði allan leikinn í 2-0 tapi og fékk að líta gult spjald á 51. mínútu seinni hálfleiks.
Athugasemdir
banner
banner