Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 03. desember 2021 10:11
Elvar Geir Magnússon
Drög að Lengjubikarnum: Víkingur og Valur saman í riðli
Íslands- og bikarmeistarar Víkings eru í riðli með Gróttu, HK, ÍBV, Val og Þrótti Vogum.
Íslands- og bikarmeistarar Víkings eru í riðli með Gróttu, HK, ÍBV, Val og Þrótti Vogum.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Úr leik Fylkis og Leiknis síðasta sumar.
Úr leik Fylkis og Leiknis síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kvennalið Breiðabliks er í riðli 1.
Kvennalið Breiðabliks er í riðli 1.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Drög að niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2022 hefur verið birt á vef KSÍ en keppnin fer af stað í febrúar á komandi ári.

Leikin er einföld umferð í riðlunum og sigurvegarar riðlanna komast í úrslitakeppni mótsins. Samtals fjögur lið.

Hér má sjá leikjaniðurröðunina en riðlaskiptingu A-deildarinnar má sjá að neðan.

Ekki voru krýndir sigurvegarar á síðasta tímabili þar sem ekki var hægt að klára keppnina vegna Covid-19 faraldursins.

LENGJUBIKAR KARLA:

A-riðill:
Grótta
HK
ÍBV
Valur
Víkingur R.
Þróttur V.

B-riðill:
Breiðablik
Fjölnir
ÍA
KV
Stjarnan
Þór

C-riðill:
Afturelding
Keflavík
Kórdrengir
KR
Leiknir
Vestri

D-riðill:
FH
Fram
Fylkir
Grindavík
KA
Selfoss

LENGJUBIKAR KVENNA:

Riðill 1:
Breiðablik
ÍBV
KR
Selfoss
Stjarnan
Tindastóll

Riðill 2:
Afturelding
Fylkir
Keflavík
Valur
Þór/KA
Þróttur
Athugasemdir
banner
banner
banner