Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 03. desember 2021 10:30
Elvar Geir Magnússon
Fólk var í lífshættu í kringum úrslitaleik EM
Allt var í rugli við Wembley.
Allt var í rugli við Wembley.
Mynd: Getty Images
„Miðalausir, drukknir og dópaðir þrjótar" hefðu getað orðið valdur að dauða annarra þegar þeir brutu sér leið inn á Wembley fyrir úrslitaleik Evrópumótsins í sumar.

Þetta kemur fram í skýrslu sem barónessan Louise Casey skrifaði en um 2 þúsund manns komust á ólöglegan hátt inn á úrslitaleik Englands og Ítalíu.

Í skýrslu sinni fer Casey ofan í „skelfilegan vettvang óreglu" sem einkenndi Wembley leikvanginn og umhverfi hans í kringum leikinn.

Skýrslan varpar ljósi á mistök sem gerð voru í framkvæmd leiksins, þar á meðal hvernig skipulag brást og öryggisverðir voru að störfum sem skorti reynslu. Þá mætti lögreglan of seint til aðgerða.

Þar sem fólk vissi að 25 þúsund auð sæti voru á vellinum, vegna Covid samkomutakmarkana, voru margir sem hugsuðu sér gott til glóðarinnar þó uppselt væri á leikinn.

Í skýrslunni segir að það sé hreinlega heppni að mun alvarlegri slys hefðu ekki átt sér stað. Þá kemur fram að ef England hefði unnið vítaspyrnukeppnina hefði enn meiri hætta skapast því um 6 þúsund manns höfðu áætlað að fara inn á leikvanginn þegar hliðin hefðu opnast fyrir vallargesti til að halda heim á leið.

Margir telja að atburðarásin sem átti sér stað í kringum leikinn minnki möguleika Englands á að fá að halda HM 2030.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner