Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 03. desember 2021 23:30
Victor Pálsson
Forseti Fiorentina: Mér verður ekki mútað
Vlahovic.
Vlahovic.
Mynd: EPA
Rocco Commisso, forseti Fiorentina, heimtar virðingu er talað er um sóknarmanninn Dusan Vlahovic sem er á óskalista stórliða í Evrópu.

Vlahovic hefur staðið sig virkilega vel með Fiorentina en Comisso sagði fyrr í sumar að hann myndi ekki framlengja samning sinn við ítalska félagið.

Commisso minnir fólk þó á það að Vlahovic sé í eigu Fiorentina og það sé algjörlega ákvörðun félagsins hvort leikmaðurinn verður seldur eða ekki.

Umboðsmenn og fylgdarfólk Vlahovic hefur lítið um það að segja en stórlið Arsenal og Juventus eru á meðal liða sem fylgjast með kappanum.

„Mér verður ekki mútað af hans fólki eða öðrum. Það er sumt sem er ólöglegt," sagði forsetinn í samtali við Radio24.

„Við sjáum hvað gerist. Arsenal eða Juventus? Ég veit ekki hvert hann fer en Fiorentina er í miðjunni. Hann er í okkar eigu."

„Við höfum alltaf borgað okkar leikmönnum, sérstaklega honum, og þess vegna þá heimta ég ákveðna virðingu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner