Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 03. desember 2021 18:30
Victor Pálsson
Staðfestir að starf Benitez sé ekki í hættu - Fær hjálp í janúar
Mynd: EPA
Starf Rafael Benitez, stjóra Everton, er ekki í hættu þessa stundin þrátt fyrir skelfilegt gengi í undanförnum leikjum. Þetta staðfesti eigandi félagsins, Farhad Moshiri, í samtali við TalkSport.

Benitez tók við Everton af Carlo Ancelotti fyrir tímabilið en liðið er í 14. sæti deildarinnar og hefur aðeins unnið fjóra af fyrstu 14 leikjum sínum.

Everton tapaði 1-4 heima gegn Liverpool í síðustu umferð og var það fjórða tap liðsins í síðustu fimm umferðum sem er fyrir neðan allar væntingar - liðið er án sigurs í sex umferðum.

Moshiri staðfesti það hins vegar eftir þennan leik að starf Benitez væri ekki í hættu og fær hann að styrkja liðið í janúarglugganum.

„Á næstu tveimur vikum þá fáum við allan leikmannahópinn til baka og úrslitin munu batna," sagði Moshiri en lykilmenn Everton hafa verið að glíma við meiðsli.

„Rafa þarf tíma til að ná til hópsins. Hann fær stuðning til að bæta leikmannahópinn. Knattspyrnustjórar þurfa tíma."

„Ég efast ekki um það að seinni hluti tímabilsins verður sterkur."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner