Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 03. desember 2022 20:27
Brynjar Ingi Erluson
Argentína leiðir með tveimur mörkum eftir skelfileg mistök markvarðarins
Mat Ryan gerði slæm mistök
Mat Ryan gerði slæm mistök
Mynd: Getty Images
Argentína er að vinna Ástralíu, 2-0, í 16-liða úrslitum HM í Katar en Mat Ryan, markvörður Ástrala, gerði sig sekan um skelfileg mistök er Julian Alvarez skoraði.

Lionel Messi gerði fyrra markið með góðu skoti úr teignum undir lok fyrri hálfleiks en Alvarez kom liðinu í tveggja marka forystu á 57. mínútu.

Ryan í marki Ástralíu fékk boltann í teignum og ætlaði að hreinsa frá en missti boltann of langt frá sér. Rodrigo de Paul fór í pressuna og tókst Alvarez síðan að stela boltanum og koma honum yfir línuna.

Argentína því komið með góða forystu og er nokkuð örugglega á leið inn í 8-liða úrslitin. Markið má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner