Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
banner
   lau 03. desember 2022 14:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Marsch svekktur að missa af Gakpo sem var nálægt því að ganga til liðs við Leeds
Mynd: Getty Images

Cody Gakpo hefur farið hamförum með hollenska landsliðinu á HM í Katar en þessi 23 ára gamli leikmaður PSV í heimalandinu skoraði þrjú mörk í riðlakeppninni.


Hann er í byrjunarliðinu sem mætir Bandaríkjunum í 16 liða úrslitum á eftir.

Mörg lið voru á eftir honum í sumar. Þar á meðal Leeds United en Jesse Marsch stjóri Leeds er hræddur um að liðið sé búið að missa af Gakpo.

„Þetta er erfitt fyrir okkur hjá Leeds því ég held að Gakpo sé orðinn of dýr. Við vorum nálægt því að kaupa hann í sumar svo það er mjög svekkjandi núna. Íþróttastjórinn okkar var í Hollandi að funda með fjölskyldunni hans, þau voru búin að samþykkja allt og við vorum búnir að ná 99.9% samkomulagi við PSV," sagði Marsch.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner