Gyökeres í forgangi hjá Arsenal - Sargent orðaður við Brentford - City og Dortmund hafa áhuga á Camarda
   sun 03. desember 2023 09:30
Brynjar Ingi Erluson
15 ára skoraði tvö með Fylki gegn Stjörnunni
Guðmar Gauti (t.h.) skoraði tvö fyrir Fylki
Guðmar Gauti (t.h.) skoraði tvö fyrir Fylki
Mynd: Fylkir
Guðmar Gauti Sævarsson, 15 ára gamall leikmaður Fylkis, skoraði tvö mörk í 4-4 jafntefli liðsins gegn Stjörnunni í æfingaleik á Würth-vellinum í gær.

Guðmar þykir gríðarlega efnilegur fótboltamaður en hann hefur undanfarið ár gegnt lykilhlutverki í 2. og 3. flokki Fylkis.

Ásamt því hefur hann verið fastamaður í U15 ára landsliði Ísland og spilað fjóra leiki.

Guðmaður var að spila sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk Fylkis í gær og hélt upp á það með tveimur mörkum.

Stuðningsmenn Fylkis fá væntanlega að sjá meira af honum á næsta ári en Fylkisliðið spilar áfram í deild þeirra bestu eftir að hafa hafnað í 8. sæti deildarinnar með 29 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner