Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   þri 03. desember 2024 22:53
Brynjar Ingi Erluson
Ítalski bikarinn: Milan skoraði sex - Tvítugur Argentínumaður stal senunni í Bologna
Santiago Castro átti stórleik með Bologna
Santiago Castro átti stórleik með Bologna
Mynd: Getty Images
Milan-menn fagna með Samuel Chukwueze sem skoraði tvö
Milan-menn fagna með Samuel Chukwueze sem skoraði tvö
Mynd: Getty Images
Bologna og Milan fóru örugglega áfram í 8-liða úrslit ítalska bikarsins í kvöld.

Hinn 20 ára gamli Argentínumaður, Santiago Castro, átti besta leik sinn í liði Bologna en hann lagði upp þrjú mörk og kórónaði síðan frammistöðu sína með marki í 4-0 sigri á Monza.

Castro hefur átt flott tímabil með Bologna en hann hefur komið að tíu mörkum í sextán leikjum í öllum keppnum.

AC Milan slátraði Sassuolo, 6-1, á San Síró. Nígeríski vængmaðurinn Samuel Chukwueze skoraði tvö en þeir Tijjani Reijnders, Rafael Leao, Davide Calabria og Tammy Abraham komust einnig á blað.

Bologna 4 - 0 Monza
1-0 Tommaso Pobega ('32 )
2-0 Riccardo Orsolini ('35 )
3-0 Benjamin Dominguez ('63 )
4-0 Santiago Castro ('76 )

Milan 6 - 1 Sassuolo
1-0 Samuel Chukwueze ('12 )
2-0 Tijani Reijnders ('17 )
3-0 Samuel Chukwueze ('21 )
4-0 Rafael Leao ('23 )
5-0 Davide Calabria ('56 )
5-1 Samuele Mulattieri ('59 )
6-1 Tammy Abraham ('62 )
Athugasemdir
banner
banner