Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   þri 03. desember 2024 11:18
Elvar Geir Magnússon
Ronaldinho að verða afi
Ronaldinho í goðsagnaleiknum.
Ronaldinho í goðsagnaleiknum.
Mynd: Getty Images
Brasilíska fótboltagoðsögnin Ronaldinho, sem verður 45 ára í mars, er að verða afi.

Sonur hans, hinn nítján ára gamli Joao Mendes, á von á barni með unnustu sinni sem er áhrifavaldurinn Giovanna Buscacio.

Mendes er hjá Burnley og spilar fyrir U21 lið félagsins.

Ronaldinho var einn allra skemmtilegasti leikmaður sinnar kynslóðar og lék listir sínar í hverri viku. Hann skoraði frábært aukaspyrnumark í goðsagnaleik Barcelona gegn Real Madrid og sýndi að það eru enn töfrar í honum.

Samtals lék Ronaldinho 207 leiki fyrir Barcelona áður en hann gekk í raðir Paris Saint-Germain 2003 og svo fór hann til AC Milan 2008.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner