Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 04. janúar 2020 16:58
Ívan Guðjón Baldursson
England: Brighton og Aston Villa úr leik
Watford missti þriggja marka forystu
Adam Idah gerir tilkall til byrjunarliðssætis hjá Norwich. Samkeppni fyrir Pukki?
Adam Idah gerir tilkall til byrjunarliðssætis hjá Norwich. Samkeppni fyrir Pukki?
Mynd: Getty Images
Pirraður Pereyra fékk beint rautt spjald eftir endurkomu Tranmere.
Pirraður Pereyra fékk beint rautt spjald eftir endurkomu Tranmere.
Mynd: Getty Images
Brighton og Aston Villa eru úr leik í enska bikarnum eftir að hafa tapað fyrir B-deildarliðum í þriðju umferðinni sem fór fram í dag.

Brighton átti slakan leik og verðskuldaði að tapa á heimavelli gegn Sheffield Wednesday. Adam Reach gerði eina mark leiksins á 65. mínútu.

Aston Villa laut þá í lægra haldi fyrir Fulham á Craven Cottage, þar sem Anthony Knockaert og Harry Arter sáu um markaskorun heimamanna. Anwar El Ghazi gerði eina mark Villa í leiknum.

Norwich er komið áfram í næstu umferð eftir mikinn markaleik gegn Preston North End og þá er Southampton einnig komið áfram eftir sigur gegn Huddersfield.

Hinn 18 ára gamli Adam Idah fékk tækifærið í byrjunarliði Norwich og skoraði þrennu í fjarveru Teemu Pukki, sem gæti misst af næsta deildarleik nýliðanna vegna smávægilegra meiðsla.

Watford þarf að endurspila sinn leik við C-deildarlið Tranmere Rovers eftir 3-3 jafntefli á heimavelli.

Watford komst þremur mörkum yfir í fyrri hálfleik en gestirnir áttu ótrúlegan lokakafla og náðu að jafna á síðasta hálftíma leiksins.

Fulham 2 - 1 Aston Villa
1-0 Anthony Knockaert ('54 )
1-1 Jonathan Kodjia ('64 )
2-1 Harry Arter ('74 )

Brighton 0 - 1 Sheffield Wed
0-1 Adam Reach ('65 )
Southampton 2 - 0 Huddersfield
1-0 William Smallbone ('47 )
2-0 Jake Vokins ('87 )

Watford 3 - 3 Tranmere Rovers
1-0 Tom Dele-Bashiru ('12 )
2-0 Nathaniel Chalobah ('14 )
3-0 Roberto Pereyra ('34 )
3-1 Steven Jennings ('67 )
3-2 Emmanuel Monthe ('79 )
3-3 Paul Mullin ('87 , víti)
Rautt spjald: Roberto Pereyra, Watford ('89)

Preston NE 2 - 4 Norwich
0-1 Adam Idah ('2 )
0-2 Onel Hernandez ('28 )
0-3 Adam Idah ('38 )
1-3 Billy Bodin ('48 )
1-4 Adam Idah ('61 , víti)
2-4 Joshua Andrew Harrop ('85 )

Brentford 1 - 0 Stoke City
1-0 Emiliano Marcondes ('44 )

Cardiff City 2 - 2 Carlisle
0-0 Jack Bridge ('12 , Misnotað víti)
0-1 Jack Bridge ('13 )
0-2 Harry McKirdy ('45 )
1-2 Callum Paterson ('50 )
2-2 Gavin Whyte ('55 )

Oxford United 4 - 1 Hartlepool
0-1 Mark Kitching ('9 )
1-1 Asa Hall ('52 )
2-1 Shandon Baptiste ('67 )
3-1 Tarique Fosu ('85 )
4-1 Matt Taylor ('87 )

Reading 2 - 2 Blackpool
0-1 Nathan Delfouneso ('28 )
1-1 Sam Baldock ('57 )
1-2 Armand Gnanduillet ('60 )
2-2 Danny Loader ('66 )
Athugasemdir
banner
banner