Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 04. janúar 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Íslandsmótið í Futsal: Vængir í undanúrslit
Vængir eru ríkjandi meistarar
Vængir eru ríkjandi meistarar
Mynd: Vængir Júpiters - Twitter
8-liða úrslit Íslandsmótsins í Futsal fóru fram í gær og eru undanúrslitaleikirnir á dagskrá í dag.

Sameinað lið Aftureldingar og Hvíta riddarans skóp stærsta sigurinn, eða 15-7 gegn Snæfelli. Magnús Már Einarsson, þjálfari meistaraflokks Aftureldingar og ritstjóri Fótbolta.net, skoraði þrennu í leiknum.

Mosfellingar munu etja kappi við Víking Ólafsvík í undanúrslitum eftir 6-3 sigur þeirra gegn KFR í gærkvöldi.

Ríkjandi meistarar í Vængjum Júpíters eru einnig komnir áfram eftir sigur gegn Elliða sem hafðist á lokakafla leiksins. Vængirnir voru 1-2 undir þar til þeir skoruðu fjögur í lokin og unnu 5-2.

Vængirnir eiga áhugaverðan leik framundan gegn Ísbirninum sem lagði sameinað lið Leiknis R. og KB að velli í gær.

Afturelding/Hvíti 15 - 7 Snæfell

Vængir Júpíters 5 - 2 Elliði

Víkingur Ó. 6 - 3 KFR

Leiknir/KB 2 - 4 Ísbjörninn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner