Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 04. janúar 2020 21:52
Brynjar Ingi Erluson
Pogba fer ekkert í janúar - Jimenez til Man Utd?
Paul Pogba er ekki á förum í janúar. Það er staðfest.
Paul Pogba er ekki á förum í janúar. Það er staðfest.
Mynd: Getty Images
Raul Jimenez
Raul Jimenez
Mynd: Getty Images
Norski stjórinn Ole Gunnar Solskjær staðfesti það við fjölmiðla eftir markalausa jafntefli við Wolves í kvöld að Paul Pogba væri ekki á förum í janúar.

Það hefur allt verið afar dularfullt í kringum Pogba en hann hefur lítið komið við sögu síðustu tvo mánuði eða svo vegna meiðsla á ökkla.

Hann var í leikmannahópnum gegn Newcastle og Watford í lok desember en var svo óvænt ekki í hópnum gegn Burnley. Þá staðfesti Solskjær að Pogba yrði frá í alla vega þrjár til fjórar vikur og að föruneyti franska landsliðsmannsins hafi ráðlagt honum að fara í aðgerð.

Mino Raiola, umboðsmaður Pogba, hefur talað afar illa um Man Utd í fjölmiðlum en Solskjær segir leikmanninn þó ekki á förum í þessum glugga.

„Pogba fer ekkert í janúar," sagði Solskjær en hann var einnig spurður út í Raul Jimenez, framherja Wolves.

„Þetta er enn einn frábæri leikmaðurinn sem orðaður við okkur. Hann gerði vel í dag en ég get hins vegar ekki talað um einhverjar svona sögur," sagði hann ennfremur.

Nuno Espirito Santo, stjóri Wolves, var einnig spurður út í þann orðróm að Jimenez væri á leið til United.

„Þetta er í fyrsta sinn sem ég heyri þetta en glugginn er opinn og þegar hann er opinn getur allt gerst. Við erum hæstánægðir með að hafa Raul hjá okkur," sagði Santo.
Athugasemdir
banner
banner