Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 04. janúar 2020 23:15
Brynjar Ingi Erluson
Real Madrid að ganga frá kaupum á leikmanni Flamengo
Reinier er á leið til Real Madrid
Reinier er á leið til Real Madrid
Mynd: google/teamtalk
Spænska félagið Real Madrid er nálægt því að ganga frá kaupum á brasilíska sóknartengiliðnum Reinier frá Flamengo. Þetta kemur fram í spænskum vefmiðlum í kvöld.

Reinier, sem er aðeins 17 ára gamall, þykir einhver efnilegasti knattspyrnumaður heims en hann hefur getið sér gott orð með yngri landsliðum Brasilíu auk þess sem hann átti frábært fyrsta tímabil með aðalliði Flamengo.

Hann spilaði 15 leiki og skoraði 6 mörk er Flamengo vann brasilísku deildina og Copa Libertadores.

Samkvæmt spænskum vefmiðlum er Real Madrid við það að ganga frá kaupum á Reinier en kaupverðið er 45 milljónir evra.

Öll stærstu félög heims hafa sýnt honum áhuga en Reinier hefur ákveðið að fara til Madrídinga.

Real Madrid hefur verið iðið við það að kaupa unga leikmenn frá Brasilíu en nýjustu dæmin eru þeir Vinicius Junior og Rodrygo.
Athugasemdir
banner
banner
banner