Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 04. janúar 2020 08:40
Ívan Guðjón Baldursson
Sonur Tony Pulis verður aðstoðarþjálfari hjá Inter Miami
Mynd: Getty Images
Anthony Pulis, sonur Tony Pulis fyrrum stjóra Stoke City og Crystal Palace, verður aðstoðarþjálfari í liði Inter Miami samkvæmt frétt Telegraph.

Inter Miami, sem er í eigu David Beckham, byrjar sitt fyrsta tímabil í MLS deildinni í mars. Pulis hefur reynslu úr bandarísku B-deildinni þar sem hann gerði góða hluti við stjórn hjá Sant Louis í tvö ár.

Pulis, 35 ára, mun skrifa undir þriggja ára samning sem aðstoðarþjálfari Diego Alonso.

Fyrsti leikur Inter Miami er á dagskrá 1. mars, gegn Los Angeles FC. Leikmannahópinn má sjá hér fyrir neðan.

Markverðir: Drake Callender, John McCarthy, Bryan Meredith, Luis Robles

Varnarmenn: Mikey Ambrose, A. J. DeLaGarza, Grant Lillard, Christian Makoun, Alvas Powell, Ben Sweat, Roman Torres, Denso Ulysse

Miðjumenn: George Acosta, Luis Argudo, Jay Chapman, Lee Nguyen, David Norman Jr., Matias Pellegrini, Victor Ulloa

Sóknarmenn: Juan Agudelo, Julian Carranza, Jerome Kiesewetter
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner