Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 04. janúar 2023 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Berhalter viðurkennir að hafa sparkað í eiginkonu sína
Mynd: EPA
Gregg Berhalter, þjálfari bandaríska karlalandsliðsins, sætir rannsókn eftir að hafa viðurkennt að hafa sparkað í eiginkonu sína i rifrildi þegar þau voru bæði á táningsaldri.

Berhalter var sakaður um verknaðinn og í yfirlýsingu játaði hann.

Óprúttinn aðili hafði samband við Berhalter á meðan HM stóð og sagðist ætla að koma honum úr starfi.

„Það eru engar afsakanir fyrir gjörðum mínum það kvöld," segir í yfirlýsingunni sem eiginkona Gregg, Rosalind, skrifar undir ásamt Gregg sjálfum. Atvikið átti sér stað árið 1991.

„Við höfðum þá verið að hittast í fjóra mánuði. Við vorum á barnum og rifumst heiftarlega, rifrildið hélt áfram fyrir utan barinn. Það endaði með því að ég sparkaði í fótinn á henni."

Eftir atvikið vildi Rosalind ekkert með Gregg hafa en sjö mánuðum seinna byrjuðu þau aftur að hittast. Þau hafa síðan verið saman og fögnuðu 25 ára brúðkaupsafmæli (silfurbrúðkaup) á dögunum.

„Eftir að við heyrðum af ásökunum í garð þjálfarans þá var strax farið í að ráða lögfræðinga sem sjá um þetta mál. Þeir hafa séð um málið frá því það kom upp 11. desember. Sambandið hefur nú vitneskju um óviðeigandi hegðun gagnvart nokkrum starfsmönnum frá utanaðkomandi aðilum. Við tökum þessu alvarlega og rannsökum málið. Við kunnum að meta það að Gregg og Rosalind stigu opinberlega fram varðandi atvikið. Við munum koma með frekari upplýsingar um rannsókn málsins þegar henni er lokið," segir í yfirlýsingu bandaríska sambandsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner