Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   mið 04. janúar 2023 11:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meiðsli Van Dijk verri en búist var við fyrst
Virgil van Dijk.
Virgil van Dijk.
Mynd: EPA
Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, kemur til með að vera frá í einhverjar vikur vegna meiðsla sem hann hlaut í deildarleik gegn Brentford á dögunum.

Meiðslin eru verri en búist var við í fyrstu og þarf leikmaðurinn að fara í frekari skoðanir.

Tímarammi verður ákveðinn þegar hann er búinn að fara í skoðun hjá sérfræðingi.

Þetta er áhyggjuefni fyrir Liverpool enda er hinn 31 árs gamli Van Dijk einn mikilvægasti leikmaður liðsins.

Liverpool tapaði 3-1 gegn Brentford og er liðið í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti. Liverpool er sem stendur í sjötta sæti deildarinnar með 28 stig.
Athugasemdir
banner