Guðmundur Þórarinsson hefur glímt við meiðsli síðustu mánuðina en er mættur aftur. Hann kom við sögu í æfingaleik á sunnudag. Hann er leikmaður armenska félagsins Noah og hafði ekki spilað síðan 24. október þegar hann fór af velli snemma leiks gegn SK Rapid í 2. umferð Sambandsdeildarinnar.
Gummi er vinstri bakvörður sem samdi við Noah síðasta sumar eftir að hafa spilað í Grikklandi með OFI Crete síðustu tvö tímabil á undan.
Hann er 32 ára, á að baki 15 landsleiki og var síðast í landsliðshópnum í júní á síðasta ári.
Noah er í toppsæti armensku deildarinnar og tvo leiki til góða á liðið í 2. sæti.
Gummi er vinstri bakvörður sem samdi við Noah síðasta sumar eftir að hafa spilað í Grikklandi með OFI Crete síðustu tvö tímabil á undan.
Hann er 32 ára, á að baki 15 landsleiki og var síðast í landsliðshópnum í júní á síðasta ári.
Noah er í toppsæti armensku deildarinnar og tvo leiki til góða á liðið í 2. sæti.
Athugasemdir