Kluivert orðaður við Newcastle - Gerrard með tilboð frá Carlisle - Sesko og Zubimendi færast nær Arsenal
   þri 04. febrúar 2025 20:19
Brynjar Ingi Erluson
Í skýjunum með félagaskipti Dorgu - „Undir honum komið að grípa tækifærið“
Mynd: Man Utd
Brian Riemer, þjálfari danska karlalandsliðsins í fótbolta, segist hæstánægður með að Patrick Dorgu hafi ákveðið að ganga í raðir Manchester United á Englandi.

Dorgu kom til Man Utd frá Lecce fyrir tæpar 30 milljónir punda á lokadögum gluggans og eru Danirnir því tveir í hópnum hjá United, en Rasmus Höjlund var fyrir hjá félaginu.

Riemer segir þetta gera mikið fyrir danskan fótbolta og um leið stóra staðfestingu á því góða starfi sem er í gangi í akademíum Danmerkur.

„Það er stór staðfesting á þróun danskra leikmanna að tveir af okkar efnilegustu leikmönnum, Rasmus Höjlund og Patrick Dorgu, eru hluti af líklega stærsta félagi heims. Patrick verður að vita það þegar hann fer frá Lecce til Manchester United. Væntingarnar og pressan er allt öðruvísi.“

„Han hefur einnig haft tíma til að hugsa um það þegar það kemur að stuðningsmönnunum. Ef hann árangri þá er ávinningurinn meiri því þá er hann kominn á stærsta sviðið. Hann hefur alla möguleika á því að taka stórt skref fram á við á ferlinum, en nú er það undir honum komið að grípa tækifærið,“
sagði Riemer.
Athugasemdir
banner
banner