Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 04. mars 2021 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Moise Kean með kórónuveiruna
Kean er með veiruna.
Kean er með veiruna.
Mynd: Getty Images
Moise Kean, sóknarmaður Paris Saint-Germain, mun missa af síðari leiknum gegn Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Kean er með kórónuveiruna og þarf að vera í einangrun næstu daga.

Hann mun missa af næstu leikjum liðsins, þar á meðal síðari leiknum við Barcelona. PSG vann fyrri leikinn á útivelli 4-1 og var Kean þar á meðal markaskorara.

Kean verður að vera í tíu daga í einangrun og skila svo neikvæðu kórónuveiruprófi til að mega byrja að spila aftur.

Ítalski sóknarmaðurinn er í láni hjá PSG frá Everton og hefur hann staðið sig vel í París. Hann er búinn að skora 17 mörk í 31 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner