Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 04. mars 2021 14:30
Elvar Geir Magnússon
Svona yrðu lið Man Utd og Liverpool í draumaheimi næsta tímabils
Ole Gunnar Solskjær, stjóri United.
Ole Gunnar Solskjær, stjóri United.
Mynd: Getty Images
Erling Haaland.
Erling Haaland.
Mynd: Getty Images
Ibrahima Konate.
Ibrahima Konate.
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: Getty Images
Hvar vilja Manchester United og Liverpool styrkja sig fyrir næsta tímabil? Mirror setti saman, til gamans, hvernig liðin gætu litið út ef draumar þeirra á leikmannarkaðnum rætast í sumar.

Það er pressa á Ole Gunnar Solskjær að taka næsta skref með United á næsta tímabili. Þó David de Gea hafi fengið gagnrýni er ljóst að það verður ekki forgangi hjá United að fá inn nýjan markvörð í sumar.

Talað hefur verið um að United þurfi nýjan leikmann við hlið Harry Maguire fyrirliða í hjarta varnarinnar. Þar er talað um Jules Kounde hjá Sevilla sem draumakost. Um er að ræða 22 ára leikmann sem gæti kostað um 60 milljónir punda.

United vill bæta í sóknarlínuna hjá sér og efstur á óskalistanum er norski sóknarmaðurinn Erling Haaland sem er gríðarlega eftirsóttur. Annar leikmaður Dortmund sem er er á óskalista United er Jadon Sancho.

Ef allir þrír yrðu keyptir myndi það líklega kosta um 215 milljónir punda, United þyrfti að selja einhverja úr núverandi hópi en eins og áður segir er miðað við „draumaheim".


Mirror setur Ibrahima Konate við hlið Virgil van Dijk í miðverði Liverpool. Þessi 22 ára miðvörður RB Leipzig gæti kostað um 60 milljónir punda en Klopp hefur verið að líta eftir nýjum varnarmanni.

Samningur Georginio Wijnaldum rennur út í sumar og er búist við því að hann fari í Barcelona. Talið er að Piotr Zielinski hjá Napoli yrði rétti maðurinn til að fylla skarðið á miðsvæðinu, hann myndi smellpassa í leikstíl Liverpool.

Sögusagnir hafa verið í gangi um að Mohamed Salah vilji breyta til og hann hefur verið orðaður við Real Madrid. Mestu draumakaup allra draumakaupa yrðu Kylian Mbappe, leikmaður sem hefur opinberlega talað mjög vel um Klopp


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner