Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 04. mars 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Foden: Ég vil vera maður stóru leikjanna
Mynd: Getty Images
Phil Foden, leikmaður Manchester City á Englandi, skoraði tvö mörk í 3-1 sigri liðsins á Manchester United í grannaslag í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Foden hefur spilað stóra rullu á þessari leiktíð og fengið stærra hlutverk en áður.

Hann hefur komið að 28 mörkum á tímabilinu og virðist loks hafa fest sæti sitt í liðinu.

Englendingurinn er staðráðinn í að halda áfram á sömu braut.

„Markmið mitt er að vera maður stóru leikjanna. Það er það sem ég vil gera og mér finnst ég hafa sannað það á þessu tímabili. Ég þarf bara að halda áfram að leggja hart að mér,“ sagði Foden.

„Ég skil hvaða þýðingu þetta hefur fyrir stuðningsmenn félagsins — grannaslagur á Etihad. Þetta skiptir mig svo miklu máli og enn betra að skora, en þetta snerist um sigurinn í dag,
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner